Ráðast gegn losun koltvísýrings með hlutafjáraukningu upp á 1,5 milljarð Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 14:17 CRI er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki. carbon recycling international Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins. Umhverfismál Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins.
Umhverfismál Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira