Áhugi fjárfesta á að nýta jarðvarma eykst 19. desember 2017 06:00 Gísli Hauksson forstjóri Gamma, segir miklu máli skipta að Bill Gates sé farinn að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum. Aðrir muni fylgja á eftir. vísir/gva Aukinn áhugi stórra alþjóðlegra fjárfesta á að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum getur skapað mikil tækifæri fyrir Íslendinga, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns GAMMA. Einn þekktasti fjárfestir í heimi, Bill Gates, hefur stofnað sjóð sem mun fjárfesta í slíkum verkefnum. „Notkun jarðvarma á heimsvísu er undir einu prósenti af orku sem við notum, þrátt fyrir vitneskju um mikla nýtanlega jarðvarmaorku víðs vegar um heiminn. Ástæðan fyrir þessu lága nýtingarhlutfalli er tvíþætt; annars vegar voru framfarir í bortækni, að geta borað nógu djúpt, hægfara en mikil breyting er að verða þar á nú. Hins vegar er meiri óvissa á undirbúningsstigi þegar verið er að leita að nýtanlegum jarðvarma samanborið við aðra orkukosti. Margar dýrar tilraunaboranir þarf til að finna orkuna en þegar hún finnst er nýting hennar hlutfallslega ódýrari en aðrir orkukostir, og stöðug,“ segir Gísli. „Um leið og þú veist að það er nýtanlegt heitt vatn og gufa sem getur knúið túrbínu eða hitað hús dregur hratt úr áhættu verkefnisins. Óvissan er mest á fyrsta stiginu,“ segir Gísli til útskýringar. Hann segir að á allra síðustu árum hafi stórir alþjóðlegir sjóðir, sem eru yfirleitt með einum eða öðrum hætti fjármagnaðir af hinu opinbera, komið að rannsóknum á jarðhitasvæðum á fyrstu stigum. Þetta séu áhættusamar fjárfestingar. Það hafi mikla þýðingu að Bill Gates sé farinn að fjárfesta á þessu sviði, því reynslan sýni að aðrir öflugir fjárfestar feti jafnan í fótspor hans. „Þegar fjármögnun rannsókna á þessu sviði er ekki bara á hendi opinberra stofnana heldur jafnframt fjársterkra einkaaðila opnast tækifæri fyrir hefðbundna fjárfesta, lífeyrissjóði, tryggingafélög og aðra til að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum,“ segir Gísli. Þessi áherslubreyting feli í sér að draga úr áhættu í þessum fjárfestingum. Gísli bendir á að því hafi verið spáð að eftir tíu ár verði jarðvarminn jafn mikið nýttur og sólarorkan er í dag. Þetta hafi mikla þýðingu fyrir Ísland. „Heimurinn er í fyrsta lagi að átta sig betur á mikilvægi jarðvarma í aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku í framtíðinni og hversu hagkvæm tæknin er. En ekki nóg með það heldur eru margir helstu vísindamenn og verkfræðingar í jarðvarmatækni Íslendingar, sem annaðhvort starfa á Íslandi eða fyrir íslensk fyrirtæki erlendis. Íslendingar eru mjög framarlega í þessum geira,“ segir hann.Fjármagna tilraunaboranir í Suður-Ameríku GAMMA Capital Management er í samstarfi á sviði jarðvarmafjárfestinga við Interlink Capital Strategies, bandarískt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun og viðskiptaþróun í nýmarkaðsríkjum. Samstarfið felur í sér rekstur þróunarsjóðsins Geothermal Development Facility, sem veitir styrki til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku. Sjóðurinn er að mestu fjármagnaður af þýska þróunarbankanum KfW í samstarfi við Evrópusambandið. Markmið sjóðsins er að fjármagna yfirborðskönnun og tilraunaboranir í Suður-Ameríku. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vísindi Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Aukinn áhugi stórra alþjóðlegra fjárfesta á að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum getur skapað mikil tækifæri fyrir Íslendinga, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns GAMMA. Einn þekktasti fjárfestir í heimi, Bill Gates, hefur stofnað sjóð sem mun fjárfesta í slíkum verkefnum. „Notkun jarðvarma á heimsvísu er undir einu prósenti af orku sem við notum, þrátt fyrir vitneskju um mikla nýtanlega jarðvarmaorku víðs vegar um heiminn. Ástæðan fyrir þessu lága nýtingarhlutfalli er tvíþætt; annars vegar voru framfarir í bortækni, að geta borað nógu djúpt, hægfara en mikil breyting er að verða þar á nú. Hins vegar er meiri óvissa á undirbúningsstigi þegar verið er að leita að nýtanlegum jarðvarma samanborið við aðra orkukosti. Margar dýrar tilraunaboranir þarf til að finna orkuna en þegar hún finnst er nýting hennar hlutfallslega ódýrari en aðrir orkukostir, og stöðug,“ segir Gísli. „Um leið og þú veist að það er nýtanlegt heitt vatn og gufa sem getur knúið túrbínu eða hitað hús dregur hratt úr áhættu verkefnisins. Óvissan er mest á fyrsta stiginu,“ segir Gísli til útskýringar. Hann segir að á allra síðustu árum hafi stórir alþjóðlegir sjóðir, sem eru yfirleitt með einum eða öðrum hætti fjármagnaðir af hinu opinbera, komið að rannsóknum á jarðhitasvæðum á fyrstu stigum. Þetta séu áhættusamar fjárfestingar. Það hafi mikla þýðingu að Bill Gates sé farinn að fjárfesta á þessu sviði, því reynslan sýni að aðrir öflugir fjárfestar feti jafnan í fótspor hans. „Þegar fjármögnun rannsókna á þessu sviði er ekki bara á hendi opinberra stofnana heldur jafnframt fjársterkra einkaaðila opnast tækifæri fyrir hefðbundna fjárfesta, lífeyrissjóði, tryggingafélög og aðra til að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum,“ segir Gísli. Þessi áherslubreyting feli í sér að draga úr áhættu í þessum fjárfestingum. Gísli bendir á að því hafi verið spáð að eftir tíu ár verði jarðvarminn jafn mikið nýttur og sólarorkan er í dag. Þetta hafi mikla þýðingu fyrir Ísland. „Heimurinn er í fyrsta lagi að átta sig betur á mikilvægi jarðvarma í aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku í framtíðinni og hversu hagkvæm tæknin er. En ekki nóg með það heldur eru margir helstu vísindamenn og verkfræðingar í jarðvarmatækni Íslendingar, sem annaðhvort starfa á Íslandi eða fyrir íslensk fyrirtæki erlendis. Íslendingar eru mjög framarlega í þessum geira,“ segir hann.Fjármagna tilraunaboranir í Suður-Ameríku GAMMA Capital Management er í samstarfi á sviði jarðvarmafjárfestinga við Interlink Capital Strategies, bandarískt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun og viðskiptaþróun í nýmarkaðsríkjum. Samstarfið felur í sér rekstur þróunarsjóðsins Geothermal Development Facility, sem veitir styrki til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku. Sjóðurinn er að mestu fjármagnaður af þýska þróunarbankanum KfW í samstarfi við Evrópusambandið. Markmið sjóðsins er að fjármagna yfirborðskönnun og tilraunaboranir í Suður-Ameríku.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vísindi Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira