Hafnarfjörðurinn nötrar þegar FH og Haukar mætast í næstsíðasta leik ársins í Olís-deild karla í kvöld.
FH situr á toppi deildarinnar og er öruggt með toppsætið um jólin fái liðið stig gegn Haukum í kvöld. Haukar sitja í 5. sætinu og verða þar um jólin sama hvernig fer í kvöld.
FH-ingar unnu fyrri leik liðanna á Ásvöllum, 23-27. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.
FH og Haukar mættust einnig rétt fyrir jól í fyrra og þá höfðu Haukar betur, 29-30, í frábærum leik. Það var síðasti leikur Janusar Daða Smárasonar fyrir Hauka.
FH-ingar hafa unnið þrjá leiki í röð á meðan Haukar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hafnarfjarðarslagurinn sem og aðrir leikir í 14. umferð Olís-deildarinnar verða svo gerðir upp í Seinni bylgjunni sem hefst klukkan 21:30.
Stoltið og toppsætið undir í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld

Tengdar fréttir

Geggjuð tilfinning en eins og þetta væri eitthvert aprílgabb
Hinn ungi markvörður FH, Ágúst Elí Björgvinsson, mun þreyta frumraun sína á stórmóti í janúar. Hann segir tilfinninguna hafa verið geggjaða að vera valinn í hópinn. Ágúst Elí er klár í stóra prófið í Króatíu. Hann hefur lagt a