ESB rannsakar skattgreiðslur IKEA Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 12:11 Upphæðin er talin nema um 125 milljörðum króna. vísir/getty Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013. IKEA Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013.
IKEA Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira