Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:15 Ómar segir ISAVIA freista þess að leggja stein í götu BaseParking. vísir/anton brink Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira