„Þetta er sárt. Við gáfum okkur alla í þetta svo eru litlir hlutir sem skipta miklu máli sem við klikkum á,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Fjölnis, eftir tap hans manna gegn Val.
„Förum í hálfleik 18-15 undir þegar við hefðum í raun getað farið yfir, 18-15, inn í seinni hálfleikinn. Einar Baldvin kom inn og varði nokkra og við fengum á okkur mörk úr hraðupphlaupi. Þessir hlutir telja mjög mikið.“
Hann segir einfalt hvað liðið þarf að gera betur eftir áramót.
„Fara að vinna þessi helvítis stig. Við gerðum okkar besta í dag og ég er mjög fúll að hafa ekki fengið allavega eitt stig úr þessum leik.“
Hann bendir réttilega á að það er stutt á milli sigurs og taps í handboltanum og að nokkur stig myndi gera stöðu liðsins mun betri.
„Þurfum að vinna réttu leikina sem eru eftir. Vinna réttu leikina og fá nokkur stig og halda okkur í þessari deild. Það þarf ekki nema nokkur stig og þá lýtur þetta strax mikið betur út.“
Kristján Örn: Þurfum að fara að fá þessi helvítis stig

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 34-31 | Kaflaskiptur leikur á Hlíðarenda
Þrátt fyrir að aðeins hafi munað þremur mörkum í lokin var sigur Valsmanna ekki í hættu í 34-31 sigri gegn Fjölni í Olís-deild karla en gestirnir úr Grafarvoginum náðu að laga stöðuna töluvert á lokakaflanum.