Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Benedikt Bóas skrifar 15. desember 2017 11:00 Samkvæmt nefndinni um endurgreiðslu fór fyrir brjóstið á henni að Kórar Íslands væru í beinni útsendingu. Vísir/Daníel Þór Ágústsson „Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann. Kórar Íslands Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann.
Kórar Íslands Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp