Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í Laugardalnum þar sem Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti leikmannahópinn sem fer til Indónesíu í janúar.
Þar mun íslenska landsliðið, sem tryggði sér sæti á HM 2018 fyrr á árinu, spila tvo vináttuleiki við Indónesíumenn en mikil spenna ríkir þar í landi fyrir komu strákanna okkar.
Leikirnir eru utan alþjóðlegra leikdaga og er hópurinn því byggður á leikmönnum sem spila á Norðurlöndum, Rússlandi og hér heima eins og áður í þessum janúarverkefnum.
Beina textalýsingu blaðamanns Vísis má lesa hér að neðan.

