Hagkaup hefur innkallað leikfangið Ty, sem er tegund loðdýrs frá The Beanie Boo‘s Collection, vegna galla. Þetta kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Saumar loðdýrsins eru gallaðir og losna í sumum tilvikum. Fyllingin getur valdið skaða þar sem varan uppfyllir ekki þær kröfur sem eru í gildi hér á landi.
Vill Hagkaup beina því til viðskiptavina sinna sem keypt hafa fyrrgreint loðdýr að þeir geti skilað þeim í næstu Hagkaupsverslun og fengið vöruna endurgreidda eða fengið að skipta í nýtt loðdýr.
Hagkaup hefur nú þegar tekið vöruna úr sölu í verslunum sínum. Umrædd vara hefur módel-númerið 1216/15626.
