Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 78-74 | Stólarnir of sterkir fyrir Breiðhyltinga Hákon Ingi Rafnsson skrifar 11. desember 2017 21:15 vísir/ernir Tindastóll byrjaði leikinn sterkt en þeir komu sér fljótt í 8-2 forystu. ÍR tók þá við sér og byrjaði að sækja á þá en náðu þó ekki að stoppa sókn þeirra. Í seinni hluta leikhlutans duttu þeir í gírinn og byrjuðu loksins að stoppa þá í sókn en þeir komu sér úr stöðunni 16-10 í 17-21 og lokuðu leikhlutanum með því. ÍR byrjaði annan leikhlutann með gífurlega miklum krafti og komu leiknum í stöðuna 19-32. Tindastóll kom þessu þó fljótt aftur í tvö stig og gekk 2. leikhlutinn þannig út fyrir sig. Í þriðja leikhlutanum gekk þetta svipað fyrir sig en það var kominn töluverður hiti í leikinn. Í fjórða leikhluta voru það heimamenn sem að byrjuðu sterkara og náðu fljótt að jafna leikinn. Um miðjan fjórða leikhluta komust heimamenn yfir en þeir skoruðu 5 stig í einni sókn en það var vegna þess að Danero Thomas fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og komst Tindastóll þá í 6 stiga forystu. ÍR kom aldrei almennilega til baka eftir það, þrátt fyrir margar góðar tilraunir.Afhverju vann Tindastóll? Stærsta ástæða sigurs Tindastóls í kvöld var frákastabaráttu þeirra. Sama hvar boltinn var, það var alltaf heimamaður búinn að skutla sér á hann eftir frákast. Heimamenn spiluðu einnig góða vörn í kvöld en það hefur verið stærsta ástæða fyrir tapi þeirra í seinustu tveimur leikjum.Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester, leikmaður Tindastóls, er ekki alveg búinn að ná sér eftir meiðsli sín en hann var lykilmaður Tindastóls þrátt fyrir það. Hann skoraði 24 stig og safnaði saman fjórum fráköstum sem er ansi gott fyrir mann sem er að ná sér úr meiðslum. Danero Thomas, leikmaður ÍR, var mikilvægur í leiknum en hann var stigahæstur í ÍR með 18 stig.Hvað gekk illa? Það var spilaður mjög flottur körfubolti í kvöld hjá báðum liðum en stærsta vandamál beggja liða var hvað þeir brutu mikið en þrír leikmenn voru sendir út af vegna villuvandræða.Hvað gerist næst? Tindastóll sækir Stjörnuna heim í deildinni og vonast til sigurs þar en Tindastóll hefur tapað seinustu tveim deildarleikjum. ÍR fær Keflavík til sín og verður það hörkuleikur.Axel: Bestu kaflarnir komu þegar vörnin var sterk „Lykillinn var bara vörnin. Allir bestu kaflarnir okkar komu þegar vörnin var sterk,“ sagði Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, eftir sigurleikinn. Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls, var rekinn af velli og Axel var spurður út í það atvik. „Hann átti það alveg skilið, þetta var hárréttur dómur.“ Tindastóll á einn leik eftir í Domino´s deildinni fyrir jólafrí en það er gegn Stjörnunni. „Við ætlum að reyna að vinna þann leik og fara svo brosandi inn í jólafríið.“Martin: Við þurfum enn að bæta vörnina fyrir næsta leik „Ástæðan fyrir sigrinum í kvöld var vörnin, við náðum að stoppa þá vel í seinni hálfleik og þess vegna unnum við,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. „Það breytti miklu þegar Pétur fór út af vegna því að þá stigu aðrir leikmenn upp og það er það sem við verðum halda áfram að gera. Við þurfum bara að bæta vörnina okkar ef við ætlum að halda áfram á sigurbraut,“ sagði Martin þegar hann var spurður um næsta leik gegn Stjörnunni.Kristinn: Harður leikur og það var mikið leyft „Við gáfum þeim alla forystu sem við hefðum unnið upp í 4 leikhluta í staðinn fyrir að halda áfram og sprengja upp leikinn,“ sagði Kristinn Marinósson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. ÍR á leik gegn Keflavík og Kristinn var spurður hvernig þeir undirbúa sig fyrir hann. „Við notum bara þetta sára tap til að hvetja okkur og fara með sigurinn inn í jólafríið.“Borce: Við leyfðum þeim of mikið „Þetta var erfiður leikur við leyfðum þeim of mikið í sókn og við vorum að brenna af opnum skotum, en ég er stoltur af leikmönnunum mínum útaf þeir nálguðust leikinn vel. Þetta er líka alltaf erfiður völlur til að spila á og við vorum óheppnir í dag, en svona er körfuboltinn og í kvöld töpuðum við,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með hvað leikmennirnir mínir spila með miklu hjarta og ég vil að þeir haldi því áfram.“ Dominos-deild karla
Tindastóll byrjaði leikinn sterkt en þeir komu sér fljótt í 8-2 forystu. ÍR tók þá við sér og byrjaði að sækja á þá en náðu þó ekki að stoppa sókn þeirra. Í seinni hluta leikhlutans duttu þeir í gírinn og byrjuðu loksins að stoppa þá í sókn en þeir komu sér úr stöðunni 16-10 í 17-21 og lokuðu leikhlutanum með því. ÍR byrjaði annan leikhlutann með gífurlega miklum krafti og komu leiknum í stöðuna 19-32. Tindastóll kom þessu þó fljótt aftur í tvö stig og gekk 2. leikhlutinn þannig út fyrir sig. Í þriðja leikhlutanum gekk þetta svipað fyrir sig en það var kominn töluverður hiti í leikinn. Í fjórða leikhluta voru það heimamenn sem að byrjuðu sterkara og náðu fljótt að jafna leikinn. Um miðjan fjórða leikhluta komust heimamenn yfir en þeir skoruðu 5 stig í einni sókn en það var vegna þess að Danero Thomas fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og komst Tindastóll þá í 6 stiga forystu. ÍR kom aldrei almennilega til baka eftir það, þrátt fyrir margar góðar tilraunir.Afhverju vann Tindastóll? Stærsta ástæða sigurs Tindastóls í kvöld var frákastabaráttu þeirra. Sama hvar boltinn var, það var alltaf heimamaður búinn að skutla sér á hann eftir frákast. Heimamenn spiluðu einnig góða vörn í kvöld en það hefur verið stærsta ástæða fyrir tapi þeirra í seinustu tveimur leikjum.Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester, leikmaður Tindastóls, er ekki alveg búinn að ná sér eftir meiðsli sín en hann var lykilmaður Tindastóls þrátt fyrir það. Hann skoraði 24 stig og safnaði saman fjórum fráköstum sem er ansi gott fyrir mann sem er að ná sér úr meiðslum. Danero Thomas, leikmaður ÍR, var mikilvægur í leiknum en hann var stigahæstur í ÍR með 18 stig.Hvað gekk illa? Það var spilaður mjög flottur körfubolti í kvöld hjá báðum liðum en stærsta vandamál beggja liða var hvað þeir brutu mikið en þrír leikmenn voru sendir út af vegna villuvandræða.Hvað gerist næst? Tindastóll sækir Stjörnuna heim í deildinni og vonast til sigurs þar en Tindastóll hefur tapað seinustu tveim deildarleikjum. ÍR fær Keflavík til sín og verður það hörkuleikur.Axel: Bestu kaflarnir komu þegar vörnin var sterk „Lykillinn var bara vörnin. Allir bestu kaflarnir okkar komu þegar vörnin var sterk,“ sagði Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, eftir sigurleikinn. Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls, var rekinn af velli og Axel var spurður út í það atvik. „Hann átti það alveg skilið, þetta var hárréttur dómur.“ Tindastóll á einn leik eftir í Domino´s deildinni fyrir jólafrí en það er gegn Stjörnunni. „Við ætlum að reyna að vinna þann leik og fara svo brosandi inn í jólafríið.“Martin: Við þurfum enn að bæta vörnina fyrir næsta leik „Ástæðan fyrir sigrinum í kvöld var vörnin, við náðum að stoppa þá vel í seinni hálfleik og þess vegna unnum við,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. „Það breytti miklu þegar Pétur fór út af vegna því að þá stigu aðrir leikmenn upp og það er það sem við verðum halda áfram að gera. Við þurfum bara að bæta vörnina okkar ef við ætlum að halda áfram á sigurbraut,“ sagði Martin þegar hann var spurður um næsta leik gegn Stjörnunni.Kristinn: Harður leikur og það var mikið leyft „Við gáfum þeim alla forystu sem við hefðum unnið upp í 4 leikhluta í staðinn fyrir að halda áfram og sprengja upp leikinn,“ sagði Kristinn Marinósson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. ÍR á leik gegn Keflavík og Kristinn var spurður hvernig þeir undirbúa sig fyrir hann. „Við notum bara þetta sára tap til að hvetja okkur og fara með sigurinn inn í jólafríið.“Borce: Við leyfðum þeim of mikið „Þetta var erfiður leikur við leyfðum þeim of mikið í sókn og við vorum að brenna af opnum skotum, en ég er stoltur af leikmönnunum mínum útaf þeir nálguðust leikinn vel. Þetta er líka alltaf erfiður völlur til að spila á og við vorum óheppnir í dag, en svona er körfuboltinn og í kvöld töpuðum við,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með hvað leikmennirnir mínir spila með miklu hjarta og ég vil að þeir haldi því áfram.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti