Bleika slaufan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2017 07:00 Flest þekkjum við einhvern sem þjáist af órökréttri, og oft ofsafenginni, hræðslu eða kvíða í garð hinna undarlegustu hluta. Trúðar, köngulær, föstudagurinn þrettándi, hræðsla, blöðrur. Allt eru þetta algengir fóbíuvaldar. Sjálfur glími ég við trypofóbíu í mínu daglega lífi. Trypofóbía er hræðsla eða fælni við ákveðin mynstur, form eða þyrpingar sem verða á vegi manns í hinu daglega lífi. Verði ég fyrir slíku áreiti rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds og líkami minn berst við löngunina til að selja upp. Þetta gerðist nú síðast í gær þegar óforskömmuð vinkona mín birti mynd af froðukenndum lattebolla á Facebook. Ég þurfti að beita mig hörðu til að veina ekki. Aðrir algengir hlutir sem framkalla þessi viðbrögð eru sólblóm, götóttir ostar, þyrpingar fílapensla og Súmötru kartan, sem blessunarlega þrífst ekki á Íslandi. Sá allra algengasti er hins vegar Bleika slaufa ársins 2016. Hönnuði hennar vil ég biðja fyrirfram afsökunar. Frá því í október á síðasta ári hefur þetta ástand varað. Maður veit aldrei hvenær þetta gerist, það gæti verið í fjölskylduboði, í vinnunni, í biðröð eftir afgreiðslu, í raun hvar sem er. Í hvert skipti líður mér jafn kjánalega þegar ég þarf að biðja viðkomandi um að hylja slaufuna til að forða því að líkami minn grípi til fýlslegra viðbragða. Þrátt fyrir að nú sé desember 2017, og ný Bleik slaufa hafi komið út fyrir tveimur mánuðum, eru enn einhverjir sem skarta fyrirrennara hennar. Óvísindalegar og ónákvæmar mælingar á þessari óviðurkenndu fælni benda til þess að um einn af hverjum tíu þjáist af honum. Ég held ég tali fyrir hönd allra Íslendinga sem þjást af þessu þegar ég biðla til fólks að kaupa endilega hina Bleiku slaufu ársins 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Flest þekkjum við einhvern sem þjáist af órökréttri, og oft ofsafenginni, hræðslu eða kvíða í garð hinna undarlegustu hluta. Trúðar, köngulær, föstudagurinn þrettándi, hræðsla, blöðrur. Allt eru þetta algengir fóbíuvaldar. Sjálfur glími ég við trypofóbíu í mínu daglega lífi. Trypofóbía er hræðsla eða fælni við ákveðin mynstur, form eða þyrpingar sem verða á vegi manns í hinu daglega lífi. Verði ég fyrir slíku áreiti rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds og líkami minn berst við löngunina til að selja upp. Þetta gerðist nú síðast í gær þegar óforskömmuð vinkona mín birti mynd af froðukenndum lattebolla á Facebook. Ég þurfti að beita mig hörðu til að veina ekki. Aðrir algengir hlutir sem framkalla þessi viðbrögð eru sólblóm, götóttir ostar, þyrpingar fílapensla og Súmötru kartan, sem blessunarlega þrífst ekki á Íslandi. Sá allra algengasti er hins vegar Bleika slaufa ársins 2016. Hönnuði hennar vil ég biðja fyrirfram afsökunar. Frá því í október á síðasta ári hefur þetta ástand varað. Maður veit aldrei hvenær þetta gerist, það gæti verið í fjölskylduboði, í vinnunni, í biðröð eftir afgreiðslu, í raun hvar sem er. Í hvert skipti líður mér jafn kjánalega þegar ég þarf að biðja viðkomandi um að hylja slaufuna til að forða því að líkami minn grípi til fýlslegra viðbragða. Þrátt fyrir að nú sé desember 2017, og ný Bleik slaufa hafi komið út fyrir tveimur mánuðum, eru enn einhverjir sem skarta fyrirrennara hennar. Óvísindalegar og ónákvæmar mælingar á þessari óviðurkenndu fælni benda til þess að um einn af hverjum tíu þjáist af honum. Ég held ég tali fyrir hönd allra Íslendinga sem þjást af þessu þegar ég biðla til fólks að kaupa endilega hina Bleiku slaufu ársins 2017.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun