Kerfi ójafnaðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2017 07:00 Þegar kyndilberar frjálsra markaða eru byrjaðir að vara við vaxandi ójöfnuði á Vesturlöndum, þá er það vísbending um að eitthvað mikið sé að. Ójöfnuður er orðinn svo mikill í mörgum vestrænum ríkjum að það jaðrar við einhvers konar óeðli. Ríkasta 1 prósentið í Bandaríkjunum, Kanada og Vestur-Evrópu tók til sín 28 prósent af allri hækkun rauntekna á tímabilinu 1980-2016 á meðan eignaminni helmingurinn tók til sín aðeins 9 prósent af hækkun rauntekna á sama tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu, World Inequality Report. Í Bandaríkjunum eingöngu tók ríkasta 1 prósentið til sín jafn mikla hækkun rauntekna og 88 prósent bandarísku þjóðarinnar. Þegar skoðuð er tekju- og eignaþróun á 20. öldinni sést að það á sér stað mikil breyting upp úr 1980. Færð hafa verið rök fyrir því að sá ójöfnuður sem við sjáum á Vesturlöndum í dag eigi rætur sínar í skatt- og reglugerðabreytingum sem ráðist var í á níunda áratug síðustu aldar og síðar. Að einhverju leyti er þetta rétt enda hefur hömlulaus frjálshyggja nýst ríkasta prósentinu best. En svo virðist sem aukinn ójöfnuður eigi sér margþættari skýringar og hann aukist og minnki á víxl. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, bendir á í nýrri grein að eftir landbúnaðarbyltinguna hafi ójöfnuður í samfélögum komið í sveiflum. Sláandi ójöfnuður hafi þrifist í landbúnaðarsamfélögum fortíðar. Hann hafi síðan orðið ennþá ýktari eftir iðnbyltinguna seint á 18. öld. Áföll eins og styrjaldir, mannskæðar plágur og hungursneyð hafi síðan jafnað út sveiflurnar. Þótt ójöfnuður komi í sveiflum er engum vafa undirorpið að skattkerfið getur leikið stórt hlutverk í að ýta undir hann. Ójöfnuður á Íslandi jókst á árunum fyrir banka- og gjaldeyrishrunið að hluta til vegna uppbyggingar skattkerfisins enda var fjármagnstekjuskattur lengi vel aðeins 10 prósent hér á landi. Áður en lögum var breytt árið 2009 var eingöngu greiddur fjármagnstekjuskattur af arði sem greiddur var út úr hlutafélögum og einkahlutafélögum. Þetta fyrirkomulag var mjög óréttlátt og ýtti undir ójöfnuð enda var það til þess fallið að hygla fjármagnseigendum. Í nýrri bók Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar, Ójöfnuður á Íslandi, kemur fram að skattbyrði hafi í reynd verið færð frá hátekjuhópum yfir á mið og lægri tekjuhópa á árunum 1995-2008. Þar er jafnframt rekið að skattar skýri um 20-30 prósent af þróun ójafnaðar síðustu áratugi. Vöxtur fjármagnstekna vegi þar þungt en fjármagnstekjur fóru upp í 80 prósent heildartekna hjá tekjuhæsta eina prósenti þjóðarinnar á árunum 2005-2007. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur hækki úr 20 í 22 prósent. Í framhaldinu stendur til að endurskoða skattstofninn en markmiðið er að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna. Þetta er jákvætt skref og það er mikilvægt að við lærum af mistökum fortíðar sem birtust meðal annars í misræmi milli skattlagningar fjármagns- og launatekna. Skattkerfið á ekki að vera hannað til að ýta undir ójöfnuð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Þegar kyndilberar frjálsra markaða eru byrjaðir að vara við vaxandi ójöfnuði á Vesturlöndum, þá er það vísbending um að eitthvað mikið sé að. Ójöfnuður er orðinn svo mikill í mörgum vestrænum ríkjum að það jaðrar við einhvers konar óeðli. Ríkasta 1 prósentið í Bandaríkjunum, Kanada og Vestur-Evrópu tók til sín 28 prósent af allri hækkun rauntekna á tímabilinu 1980-2016 á meðan eignaminni helmingurinn tók til sín aðeins 9 prósent af hækkun rauntekna á sama tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu, World Inequality Report. Í Bandaríkjunum eingöngu tók ríkasta 1 prósentið til sín jafn mikla hækkun rauntekna og 88 prósent bandarísku þjóðarinnar. Þegar skoðuð er tekju- og eignaþróun á 20. öldinni sést að það á sér stað mikil breyting upp úr 1980. Færð hafa verið rök fyrir því að sá ójöfnuður sem við sjáum á Vesturlöndum í dag eigi rætur sínar í skatt- og reglugerðabreytingum sem ráðist var í á níunda áratug síðustu aldar og síðar. Að einhverju leyti er þetta rétt enda hefur hömlulaus frjálshyggja nýst ríkasta prósentinu best. En svo virðist sem aukinn ójöfnuður eigi sér margþættari skýringar og hann aukist og minnki á víxl. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, bendir á í nýrri grein að eftir landbúnaðarbyltinguna hafi ójöfnuður í samfélögum komið í sveiflum. Sláandi ójöfnuður hafi þrifist í landbúnaðarsamfélögum fortíðar. Hann hafi síðan orðið ennþá ýktari eftir iðnbyltinguna seint á 18. öld. Áföll eins og styrjaldir, mannskæðar plágur og hungursneyð hafi síðan jafnað út sveiflurnar. Þótt ójöfnuður komi í sveiflum er engum vafa undirorpið að skattkerfið getur leikið stórt hlutverk í að ýta undir hann. Ójöfnuður á Íslandi jókst á árunum fyrir banka- og gjaldeyrishrunið að hluta til vegna uppbyggingar skattkerfisins enda var fjármagnstekjuskattur lengi vel aðeins 10 prósent hér á landi. Áður en lögum var breytt árið 2009 var eingöngu greiddur fjármagnstekjuskattur af arði sem greiddur var út úr hlutafélögum og einkahlutafélögum. Þetta fyrirkomulag var mjög óréttlátt og ýtti undir ójöfnuð enda var það til þess fallið að hygla fjármagnseigendum. Í nýrri bók Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar, Ójöfnuður á Íslandi, kemur fram að skattbyrði hafi í reynd verið færð frá hátekjuhópum yfir á mið og lægri tekjuhópa á árunum 1995-2008. Þar er jafnframt rekið að skattar skýri um 20-30 prósent af þróun ójafnaðar síðustu áratugi. Vöxtur fjármagnstekna vegi þar þungt en fjármagnstekjur fóru upp í 80 prósent heildartekna hjá tekjuhæsta eina prósenti þjóðarinnar á árunum 2005-2007. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur hækki úr 20 í 22 prósent. Í framhaldinu stendur til að endurskoða skattstofninn en markmiðið er að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna. Þetta er jákvætt skref og það er mikilvægt að við lærum af mistökum fortíðar sem birtust meðal annars í misræmi milli skattlagningar fjármagns- og launatekna. Skattkerfið á ekki að vera hannað til að ýta undir ójöfnuð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2017.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun