Gísli Örn hafnaði boði um að setja upp söngleik um Amy Winehouse Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 18:57 Faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, bað Gísla Örn Garðarsson um að leikstýra söngleik um Amy árið 2015. Vísir/Ernir/Getty Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarson hafnaði boði Mitch Winehouse, föður söngkonunnar Amy Winehouse, um að leikstýra söngleik um Amy sem lést árið 2011. Gísli Örn var gestur Sólmundar Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur í Rás 2 í morgun. Í þættinum sagði Gísli frá því að árið 2015 hafi faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, beðið hann um að leikstýra söngleik um dóttur sína. Með söngleiknum vildi Mitch leiðrétta ýmislegt sem kom fram í heimildarmyndinni Amy, sem gefin var út árið 2015 og fjallaði um ævi, störf og andlát söngkonunnar. Myndina sagði Gísli ekki hafa komið vel út fyrir Mitch. „Hún var náttúrulega rosalega óhagstæð honum, pabba hennar. Hann kemur eiginlega út í þeirri mynd sem maðurinn sem hafi nánast klárað líf hennar,“ sagði Gísli á Rás 2 í morgun.Mitch WInehouse sést hér með styttu af dóttur sinni Amy. Hulunni var svipt af styttunni í London árið 2014, þremur árum eftir dauða hennar.Vísir/GettyHefði verið geggjað Símtalið frá Mitch Winehouse barst Gísla þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Mitch hringdi í Gísla í gegnum Skype og sagði að allt sem kom fram um hann í heimildarmyndinni hefði verið rangt. Mitch þvertók fyrir að hafa valdið dauða dóttur sinnar og að þeirri hugmynd þyrfti að kollvarpa. „Þá var hann að biðja mig að leikstýra söngleik sem hann ætlaði að vera eins og skuggi yfir og passa að þetta yrði eins og honum finnst þetta eigi að vera,“ sagði Gísli. Gísli afþakkaði þó boðið en sagði að það hefði óneitanlega verið geggjað að gera söngleik um Amy Winehouse – að því gefnu að pabbi hennar hefði ekki ráðið för. Þá vissi Gísli ekki til þess að umræddur söngleikur væri nokkurs staðar á dagskrá. Tengdar fréttir Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25 Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30 Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30 Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00 „Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarson hafnaði boði Mitch Winehouse, föður söngkonunnar Amy Winehouse, um að leikstýra söngleik um Amy sem lést árið 2011. Gísli Örn var gestur Sólmundar Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur í Rás 2 í morgun. Í þættinum sagði Gísli frá því að árið 2015 hafi faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, beðið hann um að leikstýra söngleik um dóttur sína. Með söngleiknum vildi Mitch leiðrétta ýmislegt sem kom fram í heimildarmyndinni Amy, sem gefin var út árið 2015 og fjallaði um ævi, störf og andlát söngkonunnar. Myndina sagði Gísli ekki hafa komið vel út fyrir Mitch. „Hún var náttúrulega rosalega óhagstæð honum, pabba hennar. Hann kemur eiginlega út í þeirri mynd sem maðurinn sem hafi nánast klárað líf hennar,“ sagði Gísli á Rás 2 í morgun.Mitch WInehouse sést hér með styttu af dóttur sinni Amy. Hulunni var svipt af styttunni í London árið 2014, þremur árum eftir dauða hennar.Vísir/GettyHefði verið geggjað Símtalið frá Mitch Winehouse barst Gísla þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Mitch hringdi í Gísla í gegnum Skype og sagði að allt sem kom fram um hann í heimildarmyndinni hefði verið rangt. Mitch þvertók fyrir að hafa valdið dauða dóttur sinnar og að þeirri hugmynd þyrfti að kollvarpa. „Þá var hann að biðja mig að leikstýra söngleik sem hann ætlaði að vera eins og skuggi yfir og passa að þetta yrði eins og honum finnst þetta eigi að vera,“ sagði Gísli. Gísli afþakkaði þó boðið en sagði að það hefði óneitanlega verið geggjað að gera söngleik um Amy Winehouse – að því gefnu að pabbi hennar hefði ekki ráðið för. Þá vissi Gísli ekki til þess að umræddur söngleikur væri nokkurs staðar á dagskrá.
Tengdar fréttir Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25 Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30 Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30 Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00 „Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25
Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30
Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30
Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00
„Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43