Lífið

Kápa Meghan Markle seldist strax upp

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katrín, Vilhjálmur, Meghan og Harry fyrir utan St. Mary Magdalene kirkjuna í gær.
Katrín, Vilhjálmur, Meghan og Harry fyrir utan St. Mary Magdalene kirkjuna í gær. Vísir/Getty
Bandaríska leikkonan Meghan Markle fór í messu með bresku konungsfjölskyldunni á jóladag. Meghan og Harry Bretaprins tilkynntu um trúlofun sína í síðasta mánuði en þau munu ganga í það heilaga í Windsor-kastalanum þann 19. maí á næsta ári. Samkvæmt frétt CNN er þetta í fyrsta skipti sem einhver sem er ekki nú þegar giftur inn í konungsfjölskylduna fær að taka þátt í þessum viðburði.

Með Harry og Meghan voru Vilhjálmur hertogi af Cambridge og eiginkona hans, Katrín hertogaynja af Cambridge. Elísabet Bretlandsdrottning, Filippus Prins, Karl Bretaprins og Kamilla eiginkona hans og fleiri fjölskyldumeðlimir fóru einnig í messuna. Hundruð aðdáenda biðu fyrir utan kirkjuna.

Elísabet Englandsdrottning klæddist appelsínugulu í messunni á jóladag.Vísir/Getty
Meghan virðist ætla að ná miklum vinsældum hjá bresku kvenþjóðinni líkt og Katrín hertogaynja. Kápan sem Meghan klæddist í þegar hún fór í messuna í St. Mary Magdalene kirkjunni varð uppseld í gær. Fatastíll Katrínar þykir eftirsóttarverður og seljast reglulega upp flíkur sem hún klæðist á viðburði. Meghan klæddist Sentaler kápu og var með brúnan hatt, brúna hanska og brúna Chloé tösku.

Meghan og Harry gifta sig laugardaginn 19. maí 2018.Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×