Hafið mallar yfir jólasteikinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 10:15 Sigurður segir kjarna leikverksins á sínum stað en að auðvitað hafi verið gerðar breytingar í takt við tíðarandann. Vísir/Anton Brink Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“ Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“
Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira