Styrkleikalisti HBStatz: Einar Rafn bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 15:15 mynd/samsett FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93 Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93
Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira