Styrkleikalisti HBStatz: Einar Rafn bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 15:15 mynd/samsett FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93 Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira