Lýst eftir bjargvætti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. janúar 2018 07:00 Framboðsmál Sjálfstæðismanna í borginni eru vandræðaleg. Fyrir áramót var tilkynnt að borgarstjóraefni flokksins fyrir kosningarnar í vor yrði kosið í prófkjöri. Valnefndir myndu síðan sjá um að raða fólki á lista þar fyrir neðan. Mannval Sjálfstæðismanna í borginni hefur verið frekar óspennandi í lengri tíma, og segja má að enginn leiðtogi hafi náð flugi frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi flokkinn. Sumir segja að Sjálfstæðismenn hafi varla verið svipur hjá sjón í borginni síðan Davíð Oddsson fór í landsmálin seint á síðustu öld. Margir hafa fengið að spreyta sig en jafnóðum endað á pólitískum ruslahaug. Markús Örn Antonsson, Árni Sigfússon, Björn Bjarnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson og nú síðast Halldór Halldórsson. Allir hafa þessir leiðtogar farið sneypuför. Í allmörg ár hefur staðan verið sú, að varla er hægt að reikna með að fólk sem ekki er upptekið af pólitík muni eitt einasta nafn úr forystusveit flokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ná ekki flugi og hljóta að vera farnir að venjast því að láta starfssystkin af vinstri vængnum skyggja á sig. Jón Gnarr olli straumhvörfum. Hann afhelgaði embættið, kom til dyranna eins og hann var klæddur og sýndi að góð stjórnun snýst fyrst og fremst um að þiggja góð ráð en ekki þykjast hafa ráð undir rifi hverju. Sterki leiðtoginn var gerður hlægilegur. Vopnin voru þar með slegin úr höndum Sjálfstæðisflokksins, sem jafnan hefur hampað sterkum foringja. Það er því ærin ástæða fyrir flokksmenn að hreinsa til. Þetta snýst ekki bara um foringja, heldur þarf að tryggja fjölbreytileika og gott mannval með því að velja líka í sætin þar fyrir neðan. Nú er flokknum mikill vandi á höndum. Þeir einu sem tilkynnt hafa um framboð, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúar, eru ágætlega frambærilegt fólk, en hvorugu tekið fagnandi í baklandinu. Aðrir kostir hafa einn af öðrum helst úr lestinni: Svanhildur Hólm, Marta Guðjónsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Borgar Þór Einarsson, Páll Magnússon, Ásdís Halla Bragadóttir, Halla Tómasdóttir og nú síðast Jón Karl Ólason. Fortíðardraugur úr borginni, Björn Bjarnason, stakk meira að segja upp á því að Framsóknarmaðurinn Frosti Sigurjónsson yrði dreginn á flot. Sennilega verður Reykjavík aldrei aftur höfuðvígi Sjálfstæðismanna. Ólíklegt er að þeir nái nokkru sinni hreinum meirihluta eins og reglan var fyrir tilkomu R-listans árið 1994. Reykjavík endurspeglar alþjóðlega þróun. Borgarbúar víðsvegar í heiminum hafa í auknum mæli snúið baki við hægri og íhaldsflokkum. Hvað sem því líður hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að eiga mikið inni í borginni. Flokksmenn leita nú logandi ljósi að nýrri vonarstjörnu. Skyldi hún finnast eða heldur niðurlæging Sjálfstæðismanna í Reykjavík áfram? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Framboðsmál Sjálfstæðismanna í borginni eru vandræðaleg. Fyrir áramót var tilkynnt að borgarstjóraefni flokksins fyrir kosningarnar í vor yrði kosið í prófkjöri. Valnefndir myndu síðan sjá um að raða fólki á lista þar fyrir neðan. Mannval Sjálfstæðismanna í borginni hefur verið frekar óspennandi í lengri tíma, og segja má að enginn leiðtogi hafi náð flugi frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi flokkinn. Sumir segja að Sjálfstæðismenn hafi varla verið svipur hjá sjón í borginni síðan Davíð Oddsson fór í landsmálin seint á síðustu öld. Margir hafa fengið að spreyta sig en jafnóðum endað á pólitískum ruslahaug. Markús Örn Antonsson, Árni Sigfússon, Björn Bjarnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson og nú síðast Halldór Halldórsson. Allir hafa þessir leiðtogar farið sneypuför. Í allmörg ár hefur staðan verið sú, að varla er hægt að reikna með að fólk sem ekki er upptekið af pólitík muni eitt einasta nafn úr forystusveit flokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ná ekki flugi og hljóta að vera farnir að venjast því að láta starfssystkin af vinstri vængnum skyggja á sig. Jón Gnarr olli straumhvörfum. Hann afhelgaði embættið, kom til dyranna eins og hann var klæddur og sýndi að góð stjórnun snýst fyrst og fremst um að þiggja góð ráð en ekki þykjast hafa ráð undir rifi hverju. Sterki leiðtoginn var gerður hlægilegur. Vopnin voru þar með slegin úr höndum Sjálfstæðisflokksins, sem jafnan hefur hampað sterkum foringja. Það er því ærin ástæða fyrir flokksmenn að hreinsa til. Þetta snýst ekki bara um foringja, heldur þarf að tryggja fjölbreytileika og gott mannval með því að velja líka í sætin þar fyrir neðan. Nú er flokknum mikill vandi á höndum. Þeir einu sem tilkynnt hafa um framboð, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúar, eru ágætlega frambærilegt fólk, en hvorugu tekið fagnandi í baklandinu. Aðrir kostir hafa einn af öðrum helst úr lestinni: Svanhildur Hólm, Marta Guðjónsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Borgar Þór Einarsson, Páll Magnússon, Ásdís Halla Bragadóttir, Halla Tómasdóttir og nú síðast Jón Karl Ólason. Fortíðardraugur úr borginni, Björn Bjarnason, stakk meira að segja upp á því að Framsóknarmaðurinn Frosti Sigurjónsson yrði dreginn á flot. Sennilega verður Reykjavík aldrei aftur höfuðvígi Sjálfstæðismanna. Ólíklegt er að þeir nái nokkru sinni hreinum meirihluta eins og reglan var fyrir tilkomu R-listans árið 1994. Reykjavík endurspeglar alþjóðlega þróun. Borgarbúar víðsvegar í heiminum hafa í auknum mæli snúið baki við hægri og íhaldsflokkum. Hvað sem því líður hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að eiga mikið inni í borginni. Flokksmenn leita nú logandi ljósi að nýrri vonarstjörnu. Skyldi hún finnast eða heldur niðurlæging Sjálfstæðismanna í Reykjavík áfram?
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun