„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 09:05 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent