Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2018 22:30 Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“ Neytendur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“
Neytendur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira