Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2018 22:30 Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“ Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“
Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira