Formúla 1 á Nürburgring 2019? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2018 15:18 Frá ræsingu í Formúlu 1 keppni á Nürburgring brautinni árið 2011. Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent
Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent