Dagný Brynjarsdóttir var ekki valin í íslenska landsliðið í dag og fyrir því er góð ástæða.
Hún er nefnilega ólétt og á von á sér um miðja júlí. Íslenska liðið verður því án þessa lykilmanns næstu mánuði.
Kvennalandsliðið á að spila tvo landsleiki í undankeppni HM í apríl og svo einn leik í júní. Ljóst er að Dagný spilar ekki þá leiki.
Lokaleikir landsliðsins á árinu eru svo í byrjun september.
