Danska landsliðið vann þriggja marka sigur 31-28 á Slóveníu á EM í handbolta en Lasse Svan fór á kostum í leiknum með ellefu mörk.
Danir höfðu frumkvæðið allan leikinn í dag en þeir lentu aldrei undir í dag og tóku tveggja marka forskot inn í hálfleik, 14-16.
Slóvenar áttu rispur í seinni hálfleik þar sem þeir ógnuðu forskoti Dana en náðu aldrei að taka næsta skref og ná forskotinu.
Fór svo að Danir unnu þriggja marka sigur og komust um leið upp í efsta sæti 2. riðils en Makedónar og Spánverjar mætast á morgun þar sem þau eiga tækifæri á að ná efsta sætinu.
Lasse var markahæstur með ellefu mörk en Casper Mortensen kom næstur með sex mörk. Í liði Slóvena var Miha Zarabec markahæstur með sex mörk.
Slóvenar áttu engin svör við Lasse Svan í sigri Dana
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn