Mótherjar Íslands í sumar mega fá eiginkonurnar og kærusturnar í heimsókn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 08:00 John Obi Mikel og félagar eru örugglega mjög sáttir við þessar fréttir. Vísir/Getty Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og verður annar mótherji íslenska liðsins á mótinu á eftir Argentínu. Gernot Rohr, þjálfari nígeríska landsliðsins, ætlar ekki að koma í veg fyrir samskipti leikmanna við eiginkonur sínar eða kærustur á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Rohr hefur nú gefið það út að eiginkonurnar og kærustur megi reglulega heimsækja mennina sína í búðir liðsins á meðan mótinu stendur. Hann ræddi þetta á blaðamannafundi en Gernot Rohr telur að þetta hjálpi leikmönnum að einbeita sér betur að fótboltanum. „Eftir hvern leik þá leikmenn einn dag þar sem þeir mega bjóða til síns eiginkonum, kærustum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, slaka á með þeim og hafa gaman. Þetta mun hjálpa leikmönnunum andlega og stuðla að meiri einbeitingu fyrir næsta leik,“ sagði Gernot Rohr. „Það verður gott fyrir leikmennina mína að hitta fjölskyldur sína eftir langt tímabil í Evrópu,“ sagði Gernot Rohr og hann hefur fullan stuðning frá nígeríska fótboltasambandinu. „Rohr ræður þessu alveg sjálfur. Ég veit að önnur lið gera þetta líka en þetta stendur og fellur með vilja þjálfarans. Þetta mál er á hans borði,“ sagði Amaju Pinnick forseti nígeríska knattspyrnusambandsins. Amaju Pinnick segir að allt verði gert fyrir leikmennina. Þeir munu því fá dagpeninga, bónusa og gott starfslið í kringum sig. „Við viljum ná langt og ætlum ekki að láta neitt svoleiðis stoppa okkur,“ sagði Pinnick. Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní eða sex sögum eftir að liðin spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu, Nígería á móti Króatíu en Ísland á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og verður annar mótherji íslenska liðsins á mótinu á eftir Argentínu. Gernot Rohr, þjálfari nígeríska landsliðsins, ætlar ekki að koma í veg fyrir samskipti leikmanna við eiginkonur sínar eða kærustur á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Rohr hefur nú gefið það út að eiginkonurnar og kærustur megi reglulega heimsækja mennina sína í búðir liðsins á meðan mótinu stendur. Hann ræddi þetta á blaðamannafundi en Gernot Rohr telur að þetta hjálpi leikmönnum að einbeita sér betur að fótboltanum. „Eftir hvern leik þá leikmenn einn dag þar sem þeir mega bjóða til síns eiginkonum, kærustum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, slaka á með þeim og hafa gaman. Þetta mun hjálpa leikmönnunum andlega og stuðla að meiri einbeitingu fyrir næsta leik,“ sagði Gernot Rohr. „Það verður gott fyrir leikmennina mína að hitta fjölskyldur sína eftir langt tímabil í Evrópu,“ sagði Gernot Rohr og hann hefur fullan stuðning frá nígeríska fótboltasambandinu. „Rohr ræður þessu alveg sjálfur. Ég veit að önnur lið gera þetta líka en þetta stendur og fellur með vilja þjálfarans. Þetta mál er á hans borði,“ sagði Amaju Pinnick forseti nígeríska knattspyrnusambandsins. Amaju Pinnick segir að allt verði gert fyrir leikmennina. Þeir munu því fá dagpeninga, bónusa og gott starfslið í kringum sig. „Við viljum ná langt og ætlum ekki að láta neitt svoleiðis stoppa okkur,“ sagði Pinnick. Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní eða sex sögum eftir að liðin spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu, Nígería á móti Króatíu en Ísland á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira