Lögreglan gerir ekki mistök Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í gær til að svara fyrirspurnum um týnd sönnunargögn í tveimur sakamálum. Þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, kom í ljós að vasabók hans með nöfnum 335 ungra stúlkna fannst ekki. Afrit af vasabókinni fannst síðar en frumgagnið ekki. Þá finnst ekki poki með skartgripum sem haldlagður var í húsleit á næturklúbbnum Strawberries árið 2013. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit og þetta hefur verið skoðað innan embættisins með eins nákvæmum hætti og mögulegt er,“ sagði Sigríður Björk á fundi nefndarinnar í gær. Hún sagði að þetta væri litið mjög alvarlegum augum og því væri verið að endurskoða verklagsreglur og -ferla innan embættisins. Það er ólíðandi fyrir þolendur í sakamálum að ekki fáist niðurstaða í mál þeirra eða réttlætið nái ekki fram að ganga því sönnunargögnum hafi verið fargað eða þau týnst. Þeir sem þekkja til starfa lögreglunnar vita að sumir lögreglumenn nálgast starf sitt með því óheilbrigða viðhorfi að lögreglan geri ekki mistök. Þá virðist stundum vera skortur á auðmýkt í samskiptum lögreglunnar við borgarann ef samfélagsmiðlar eru undanskildir þar sem lögreglan setur upp sparibrosið. Þetta kom berlega í ljós í þáttum um störf lögreglunnar sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2016. Í þessum þáttum mátti sjá samskipti lögreglu við óbreytta borgara að næturlagi sem voru á jaðri þess að vera forsvaranleg. Flestir lögreglumenn vinna óeigingjarnt starf, undir miklu álagi, fyrir léleg laun. Umræddir þættir sýndu hins vegar að sumir lögreglumenn finna til valdsins og eiga í raun ekkert erindi í löggæslustörf því þeir virðast ekki búa yfir þeirri yfirvegun og þeirri skaphöfn sem er nauðsynleg fyrir jafn ábyrgðarfullt starf. Að sönnunargögn glatist án skýringa er mjög alvarlegt. Ef Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri vill ávinna sér aukið traust borgaranna á hún ekki að láta hér við sitja. Hún á að hefja sjálfstæða rannsókn á því hvers vegna sönnunargögnin týndust, eins og hún sagði í gær. Þá er augljóst að endurskoða þarf verkferla innan lögreglu varðandi skráningu sönnunargagna í sakamálum og líklega þarf að uppfæra rafræn skráningarkerfi hvað varðar flokkun þeirra. Þetta kostar bæði fjármuni og mannskap. Það gengur ekki upp að mikilvæg sönnunargögn týnist án þess að það hafi afleiðingar fyrir þá sem ábyrgðina bera. Kröfur okkar um bætt vinnubrögð og verkferla lögreglu verða þó að taka mið af þeirri staðreynd að hún er bæði undirfjármögnuð og undirmönnuð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í gær til að svara fyrirspurnum um týnd sönnunargögn í tveimur sakamálum. Þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, kom í ljós að vasabók hans með nöfnum 335 ungra stúlkna fannst ekki. Afrit af vasabókinni fannst síðar en frumgagnið ekki. Þá finnst ekki poki með skartgripum sem haldlagður var í húsleit á næturklúbbnum Strawberries árið 2013. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit og þetta hefur verið skoðað innan embættisins með eins nákvæmum hætti og mögulegt er,“ sagði Sigríður Björk á fundi nefndarinnar í gær. Hún sagði að þetta væri litið mjög alvarlegum augum og því væri verið að endurskoða verklagsreglur og -ferla innan embættisins. Það er ólíðandi fyrir þolendur í sakamálum að ekki fáist niðurstaða í mál þeirra eða réttlætið nái ekki fram að ganga því sönnunargögnum hafi verið fargað eða þau týnst. Þeir sem þekkja til starfa lögreglunnar vita að sumir lögreglumenn nálgast starf sitt með því óheilbrigða viðhorfi að lögreglan geri ekki mistök. Þá virðist stundum vera skortur á auðmýkt í samskiptum lögreglunnar við borgarann ef samfélagsmiðlar eru undanskildir þar sem lögreglan setur upp sparibrosið. Þetta kom berlega í ljós í þáttum um störf lögreglunnar sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2016. Í þessum þáttum mátti sjá samskipti lögreglu við óbreytta borgara að næturlagi sem voru á jaðri þess að vera forsvaranleg. Flestir lögreglumenn vinna óeigingjarnt starf, undir miklu álagi, fyrir léleg laun. Umræddir þættir sýndu hins vegar að sumir lögreglumenn finna til valdsins og eiga í raun ekkert erindi í löggæslustörf því þeir virðast ekki búa yfir þeirri yfirvegun og þeirri skaphöfn sem er nauðsynleg fyrir jafn ábyrgðarfullt starf. Að sönnunargögn glatist án skýringa er mjög alvarlegt. Ef Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri vill ávinna sér aukið traust borgaranna á hún ekki að láta hér við sitja. Hún á að hefja sjálfstæða rannsókn á því hvers vegna sönnunargögnin týndust, eins og hún sagði í gær. Þá er augljóst að endurskoða þarf verkferla innan lögreglu varðandi skráningu sönnunargagna í sakamálum og líklega þarf að uppfæra rafræn skráningarkerfi hvað varðar flokkun þeirra. Þetta kostar bæði fjármuni og mannskap. Það gengur ekki upp að mikilvæg sönnunargögn týnist án þess að það hafi afleiðingar fyrir þá sem ábyrgðina bera. Kröfur okkar um bætt vinnubrögð og verkferla lögreglu verða þó að taka mið af þeirri staðreynd að hún er bæði undirfjármögnuð og undirmönnuð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun