Emmsjé Gauti ætlar að enda alflúraður Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. janúar 2018 11:15 Gauti er vel merktur og stefnir á að verða nánast eitt gangandi húðflúr. Fréttablaðið/Vilhelm „Stundum panta ég mér tíma í flúr og gleymi því svo. Síðan fæ ég allt í einu símtal daginn áður, svona eins og frá tannlækni, bara „manstu, þú ert að fara í flúr á morgun!“. Þá fer hausinn á flug og maður þarf að finna einhverja hugmynd. Núna hef ég verið að vinna með það að ganga í eitthvað sem mér finnst vera afrek fyrir mig sjálfan. Núna síðast ákvað ég að fá mér eitthvað í tilefni þess að Þetta má myndbandið er komið með yfir milljón áhorf á YouTube?… þannig að ég fékk mér tvo bíla,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti þegar blaðamaður spyr hann út í nýjasta listaverkið sem skreytir nú líkama hans.Þú ert með rosalega mörg flúr, á alveg að klára líkamann? „Ég er, eins og sumir hafa kannski séð, með nokkur húðflúr á líkamanum. Þetta byrjaði smátt og ég ætlaði aldrei að vera neitt rosalega flúraður. En svona er þetta, maður byrjar að fá sér eitt og svo annað… En síðan var ég kominn með svo mikið af bull-flúrum út um allt að ég hugsaði bara: Það er annaðhvort að fara í mjög margar leiseraðgerðir eða klára líkamann. Þannig að nú er ég bara „on a mission“ að verða alflúraður. Fyrst þegar maður er að fá sér flúr er maður pínu bara: Ég ætla að fá mér þetta því að þetta þýðir þetta fyrir mér,“ segir Gauti með leikrænum tilburðum, „en ég er alveg á því að tattú þurfi ekkert að þýða eitthvað, en það er oft skemmtilegra að segja frá því þannig. Ég er til dæmis með eitt bein á handleggnum og fólk spyr mig oft af hverju, og ég bara veit það ekki – ég sá það bara í möppu. Það er ekki nógu kúl að segja bara: Ég var á Strikinu, búinn með fjóra bjóra og fór og fékk mér bein. Þannig að maður þarf að búa til sögu,“ segir Gauti spurður út í hvort flúrin hans hafi mikla persónulega þýðingu.„Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvernig bíla ég er með á löppinni, þetta er Cadillac og svo annar bíll sem er rosa flottur?...“Fréttablaðið/VilhelmÞetta nýjasta flúr hans skartar tveimur bílum og er það auðvitað vísun í þetta gífurlega vinsæla myndband. Gauti ákvað að velja ekki sömu bílana og voru í myndbandinu, en þá kom smá babb í bátinn því að Gauti veit lítið sem ekkert um bíla. „Ég var að velja tattúið með Chip á Reykjavík Ink og hann er sko alinn upp í bílskúr eða eitthvað. Pabbi hans var drag race bílstjóri – þannig að Chip veit rosa mikið um bíla. Og hann spurði mig hvernig bíla ég vildi og ég svaraði: Bláan?… og rauðan! Þá var hann alveg: Nei, HVERNIG bíla? og ég sagðist allavegana ekki vilja þessa sem voru í myndbandinu.“ Í myndbandinu sjást Gauti og Herra Hnetusmjör keyra um í bláum Subaru Impreza og rauðri Toyota Celica en margir „brjálaðir bílakarlar“ hafa nálgast Gauta eftir að myndbandið kom út og hreytt því í hann að Toyota Celica sé víst ekkert sérstaklega fínn bíll. „Þeir ganga að því vísu að Emmsjé Gauti hafi verið að spá þvílíkt mikið í þessum bílum. Ég fór auðvitað bara inn á einhverja bílagrúppu á Facebook þar sem ég sagði: Hei, hver vill lána mér bílinn sinn? Og við enduðum bara með þessa bíla. Ég tek það samt fram að mér finnst þeir mjög flottir.“ Gauti endaði með einn Cadillac og einhvers konar annan bíl, sem hann veit ekki alveg hverrar tegundar er, í flúrinu. Hann vissi að hann vildi Cadillac-blæjubíl, því að vesturstrandarrapparar keyra gjarnan um í slíkum tryllitækjum. Aðspurður hvort hann ætli að láta flúra sig með myndum sem tengjast fleiri lögum segist Gauti mjög líklega fá sér fleiri flúr tengd tónlist sinni, eða jafnvel bara einhverjum öðrum merkum áföngum. „Mér finnst mjög gaman að tala við þig í síma þannig að kannski fæ ég mér bara Fréttablaðs-lógó yfir ennið til að minna mig á hvað það var gaman í þessu viðtali.“ Húðflúr Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Stundum panta ég mér tíma í flúr og gleymi því svo. Síðan fæ ég allt í einu símtal daginn áður, svona eins og frá tannlækni, bara „manstu, þú ert að fara í flúr á morgun!“. Þá fer hausinn á flug og maður þarf að finna einhverja hugmynd. Núna hef ég verið að vinna með það að ganga í eitthvað sem mér finnst vera afrek fyrir mig sjálfan. Núna síðast ákvað ég að fá mér eitthvað í tilefni þess að Þetta má myndbandið er komið með yfir milljón áhorf á YouTube?… þannig að ég fékk mér tvo bíla,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti þegar blaðamaður spyr hann út í nýjasta listaverkið sem skreytir nú líkama hans.Þú ert með rosalega mörg flúr, á alveg að klára líkamann? „Ég er, eins og sumir hafa kannski séð, með nokkur húðflúr á líkamanum. Þetta byrjaði smátt og ég ætlaði aldrei að vera neitt rosalega flúraður. En svona er þetta, maður byrjar að fá sér eitt og svo annað… En síðan var ég kominn með svo mikið af bull-flúrum út um allt að ég hugsaði bara: Það er annaðhvort að fara í mjög margar leiseraðgerðir eða klára líkamann. Þannig að nú er ég bara „on a mission“ að verða alflúraður. Fyrst þegar maður er að fá sér flúr er maður pínu bara: Ég ætla að fá mér þetta því að þetta þýðir þetta fyrir mér,“ segir Gauti með leikrænum tilburðum, „en ég er alveg á því að tattú þurfi ekkert að þýða eitthvað, en það er oft skemmtilegra að segja frá því þannig. Ég er til dæmis með eitt bein á handleggnum og fólk spyr mig oft af hverju, og ég bara veit það ekki – ég sá það bara í möppu. Það er ekki nógu kúl að segja bara: Ég var á Strikinu, búinn með fjóra bjóra og fór og fékk mér bein. Þannig að maður þarf að búa til sögu,“ segir Gauti spurður út í hvort flúrin hans hafi mikla persónulega þýðingu.„Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvernig bíla ég er með á löppinni, þetta er Cadillac og svo annar bíll sem er rosa flottur?...“Fréttablaðið/VilhelmÞetta nýjasta flúr hans skartar tveimur bílum og er það auðvitað vísun í þetta gífurlega vinsæla myndband. Gauti ákvað að velja ekki sömu bílana og voru í myndbandinu, en þá kom smá babb í bátinn því að Gauti veit lítið sem ekkert um bíla. „Ég var að velja tattúið með Chip á Reykjavík Ink og hann er sko alinn upp í bílskúr eða eitthvað. Pabbi hans var drag race bílstjóri – þannig að Chip veit rosa mikið um bíla. Og hann spurði mig hvernig bíla ég vildi og ég svaraði: Bláan?… og rauðan! Þá var hann alveg: Nei, HVERNIG bíla? og ég sagðist allavegana ekki vilja þessa sem voru í myndbandinu.“ Í myndbandinu sjást Gauti og Herra Hnetusmjör keyra um í bláum Subaru Impreza og rauðri Toyota Celica en margir „brjálaðir bílakarlar“ hafa nálgast Gauta eftir að myndbandið kom út og hreytt því í hann að Toyota Celica sé víst ekkert sérstaklega fínn bíll. „Þeir ganga að því vísu að Emmsjé Gauti hafi verið að spá þvílíkt mikið í þessum bílum. Ég fór auðvitað bara inn á einhverja bílagrúppu á Facebook þar sem ég sagði: Hei, hver vill lána mér bílinn sinn? Og við enduðum bara með þessa bíla. Ég tek það samt fram að mér finnst þeir mjög flottir.“ Gauti endaði með einn Cadillac og einhvers konar annan bíl, sem hann veit ekki alveg hverrar tegundar er, í flúrinu. Hann vissi að hann vildi Cadillac-blæjubíl, því að vesturstrandarrapparar keyra gjarnan um í slíkum tryllitækjum. Aðspurður hvort hann ætli að láta flúra sig með myndum sem tengjast fleiri lögum segist Gauti mjög líklega fá sér fleiri flúr tengd tónlist sinni, eða jafnvel bara einhverjum öðrum merkum áföngum. „Mér finnst mjög gaman að tala við þig í síma þannig að kannski fæ ég mér bara Fréttablaðs-lógó yfir ennið til að minna mig á hvað það var gaman í þessu viðtali.“
Húðflúr Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið