Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk. Vísir/Getty Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24