Birta samantekt á söguþræði Han Solo-myndarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2018 23:19 Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd IMDB Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira