Geir: Boltinn er hjá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 22:45 Geir veit ekki hvort hann verður áfram landsliðsþjálfari. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála. EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira