Kári: Við förum áfram með tvö stig og allir góðir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2018 19:25 Kári skoraði fjögur mörk af línunni í kvöld vísir/epa „Nei,“ var einfalt svar Kára Kristjáns Kristjánssonar þegar Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort hann hefði útskýringu á hvað gerist síðasta korter leiks Íslands og Serbíu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Ísland tapaði leiknum 26-29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Viltu ekki einu sinni reyna að giska? „Nei, við vorum einhvern veginn alltaf næstum því alveg komnir með þetta, settum í þrjú, settum í fjögur, en náðum aldrei að halda þessu forskoti. Fengum alltaf mark í bakið sem var vesen.“ „Við þurfum bara að læra af þessum leik að vera bara slakir. Króatía er að fara að vinna á eftir og við förum áfram með tvö stig og allir góðir.“ Þar sem Ísland tapaði aðeins með þriggja marka mun þá tryggir markatala okkur áfram í milliriðla, með því skilyrði að Króatía vinni Svíþjóð. Ef Svíar ná í stig þar eru Íslendingar á leiðinni heim. „Ég er ekkert stressaður yfir þessu. Þetta er bara þannig. Ef við hefðum unnið þennan leik hefðum við líka farið áfram með tvö stig. Hefði verið fínt fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ sagði pollrólegur Kári. Íslenska liðið virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik og hrundi leikur liðsins þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. „Það er komin pressa og þá megum við ekki fara inn í skelina og hætta að taka ábyrgð. Við þurfum að halda áfram að vinna okkar vinnu. Við eigum að vera orðnir það góðir að þetta fari bara í auto-pilot.“ „Við þurfum að halda áfram að klára vinnuna okkar í kerfunum og treysta á sjálfa okkur, ekki bara á næsta mann.“ Skortur hefur verið á mörkum af línunni á mótinu, en Kári skilaði fjórum stykkjum í dag. „Já, það var búið að kalla eftir þessu og það kom. En við þurftum að sjálfsögðu að fá það í tapleik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Nei,“ var einfalt svar Kára Kristjáns Kristjánssonar þegar Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort hann hefði útskýringu á hvað gerist síðasta korter leiks Íslands og Serbíu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Ísland tapaði leiknum 26-29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Viltu ekki einu sinni reyna að giska? „Nei, við vorum einhvern veginn alltaf næstum því alveg komnir með þetta, settum í þrjú, settum í fjögur, en náðum aldrei að halda þessu forskoti. Fengum alltaf mark í bakið sem var vesen.“ „Við þurfum bara að læra af þessum leik að vera bara slakir. Króatía er að fara að vinna á eftir og við förum áfram með tvö stig og allir góðir.“ Þar sem Ísland tapaði aðeins með þriggja marka mun þá tryggir markatala okkur áfram í milliriðla, með því skilyrði að Króatía vinni Svíþjóð. Ef Svíar ná í stig þar eru Íslendingar á leiðinni heim. „Ég er ekkert stressaður yfir þessu. Þetta er bara þannig. Ef við hefðum unnið þennan leik hefðum við líka farið áfram með tvö stig. Hefði verið fínt fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ sagði pollrólegur Kári. Íslenska liðið virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik og hrundi leikur liðsins þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. „Það er komin pressa og þá megum við ekki fara inn í skelina og hætta að taka ábyrgð. Við þurfum að halda áfram að vinna okkar vinnu. Við eigum að vera orðnir það góðir að þetta fari bara í auto-pilot.“ „Við þurfum að halda áfram að klára vinnuna okkar í kerfunum og treysta á sjálfa okkur, ekki bara á næsta mann.“ Skortur hefur verið á mörkum af línunni á mótinu, en Kári skilaði fjórum stykkjum í dag. „Já, það var búið að kalla eftir þessu og það kom. En við þurftum að sjálfsögðu að fá það í tapleik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira