Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2018 19:04 Björgvin í leiknum í kvöld. vísir/ernir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15