Björgvin Páll: Enn með Hvít-Rússa leikinn í hausnum Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 09:30 Bjöggi er lítillega meiddur en verður vonandi í stuði í dag. vísir/ernir Keppnismaðurinn Björgvin Páll Gústavsson var ekkert að velta sér of mikið upp úr Króataleiknum í gær enda bíður leikur í dag þar sem allt er undir. Björgvin er með nýliða með sér í markinu, Ágúst Elí Björgvinsson, og svo er gamli landsliðsþjálfarinn Roland Eradze hér í Split að vinna með þeim. „Við Ágúst erum með ólíka stíla og komum með athugasemdir við hvorn annan. Svo kemur Roland inn í þetta með aðrar pælingar sem við erum kannski ekki með,“ segir Björgvin en hann varði lítið gegn Króötum en stefnir á að gera betur í dag. „Það er alltaf planið að verja meira en í síðasta leik. Króataleikurinn var ekkert spes af okkar hálfu. Það kemur dagur eftir þennan dag og lykilleikurinn i mótinu fram undan. Að fara með tvö stig í milliriðil væri frábært ef það tækist.“ Fyrir mót var helst horft til þess að íslenska liðið ætti möguleika gegn Serbum í riðlinum. Þannig er það oftast en þeir leikir hafa oftar en ekki orðið snúnir. Til að mynda á síðasta EM er strákarnir töpuðu mjög óvænt gegn Hvít-Rússum og voru sendir heim þó svo þeir hefðu lagt Norðmenn sem síðan fóru alla leið í úrslit. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og erum komnir lengra en við vorum í síðasta móti. Serbar eru með gríðarlega sterkt lið og líklega betur mannað en við. Þeir eru samt ekki með eins sterkt lið. Við verðum að sýna að við séum alvöru lið og alvöru gaurar,“ segir Björgvin en hann er alls ekki búinn að gleyma leiknum gegn Hvít-Rússum fyrir tveim árum síðan. „Ég er með þann leik í hausnum. Sérstaklega þar sem ef við erum að fara að vinna þennan leik þá erum við líklega að fara að mæta þeim. Maður reynir að nota reynsluna og fortíðina til þess að kveikja í sér.“ Strákarnir fara áfram með tvö stig ef þeir vinna Serba og eiga því möguleika á að gera framhaldið afar skemmtilegt. „Við megum samt ekki hugsa of langt en það er gaman að fá tækifæri til þess að komast áfram á eigin forsendum.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin æfði ekki með liðinu í dag Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla. 15. janúar 2018 16:43 Geir: Strákarnir þurfa að nota reiðina á réttan hátt Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Serbíu á EM hófst strax í morgun og veitir ekki af enda að ýmsu að huga í leik serbneska liðsins. Hvernig ætlar Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að fara að því að vinna leikinn? 15. janúar 2018 19:15 Gunnar: Öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. 15. janúar 2018 20:30 Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag. 15. janúar 2018 14:15 Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn. 15. janúar 2018 16:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira
Keppnismaðurinn Björgvin Páll Gústavsson var ekkert að velta sér of mikið upp úr Króataleiknum í gær enda bíður leikur í dag þar sem allt er undir. Björgvin er með nýliða með sér í markinu, Ágúst Elí Björgvinsson, og svo er gamli landsliðsþjálfarinn Roland Eradze hér í Split að vinna með þeim. „Við Ágúst erum með ólíka stíla og komum með athugasemdir við hvorn annan. Svo kemur Roland inn í þetta með aðrar pælingar sem við erum kannski ekki með,“ segir Björgvin en hann varði lítið gegn Króötum en stefnir á að gera betur í dag. „Það er alltaf planið að verja meira en í síðasta leik. Króataleikurinn var ekkert spes af okkar hálfu. Það kemur dagur eftir þennan dag og lykilleikurinn i mótinu fram undan. Að fara með tvö stig í milliriðil væri frábært ef það tækist.“ Fyrir mót var helst horft til þess að íslenska liðið ætti möguleika gegn Serbum í riðlinum. Þannig er það oftast en þeir leikir hafa oftar en ekki orðið snúnir. Til að mynda á síðasta EM er strákarnir töpuðu mjög óvænt gegn Hvít-Rússum og voru sendir heim þó svo þeir hefðu lagt Norðmenn sem síðan fóru alla leið í úrslit. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og erum komnir lengra en við vorum í síðasta móti. Serbar eru með gríðarlega sterkt lið og líklega betur mannað en við. Þeir eru samt ekki með eins sterkt lið. Við verðum að sýna að við séum alvöru lið og alvöru gaurar,“ segir Björgvin en hann er alls ekki búinn að gleyma leiknum gegn Hvít-Rússum fyrir tveim árum síðan. „Ég er með þann leik í hausnum. Sérstaklega þar sem ef við erum að fara að vinna þennan leik þá erum við líklega að fara að mæta þeim. Maður reynir að nota reynsluna og fortíðina til þess að kveikja í sér.“ Strákarnir fara áfram með tvö stig ef þeir vinna Serba og eiga því möguleika á að gera framhaldið afar skemmtilegt. „Við megum samt ekki hugsa of langt en það er gaman að fá tækifæri til þess að komast áfram á eigin forsendum.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin æfði ekki með liðinu í dag Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla. 15. janúar 2018 16:43 Geir: Strákarnir þurfa að nota reiðina á réttan hátt Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Serbíu á EM hófst strax í morgun og veitir ekki af enda að ýmsu að huga í leik serbneska liðsins. Hvernig ætlar Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að fara að því að vinna leikinn? 15. janúar 2018 19:15 Gunnar: Öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. 15. janúar 2018 20:30 Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag. 15. janúar 2018 14:15 Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn. 15. janúar 2018 16:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira
Björgvin æfði ekki með liðinu í dag Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla. 15. janúar 2018 16:43
Geir: Strákarnir þurfa að nota reiðina á réttan hátt Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Serbíu á EM hófst strax í morgun og veitir ekki af enda að ýmsu að huga í leik serbneska liðsins. Hvernig ætlar Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að fara að því að vinna leikinn? 15. janúar 2018 19:15
Gunnar: Öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. 15. janúar 2018 20:30
Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag. 15. janúar 2018 14:15
Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn. 15. janúar 2018 16:00