Norskur sérfræðingur: Svíar leyfðu Serbum að skora því þeir vilja ekki að Ísland komist áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 10:30 Svíinn Philip Henningsson fagnar marki á móti Serbum. Vísir/EPA Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn. EM 2018 í handbolta Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn