

Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld.
Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur.
Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn.
Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í tapinu á móti Króatíu samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Íslendingar töpuðu þá með sjö marka mun á móti gestgjöfum Króata á EM í handbolta, 29-22.