Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gaf sex leikmönnum sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu í þessari ferð.
Allir fengu þessir sex leikmenn afhent nýliðamerki KSÍ eftir að þeir spiluðu sinn fyrsta landsleik.
Leikmennirnir eru þeir Samúel Kári Friðjónsson, Anton Ari Einarsson, Mikael Neville Anderson, Andri Rúnar Bjarnason, Felix Örn Friðriksson og Hilmar Árni Halldórsson.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði í sínum fyrsta landsleik en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum alveg eins og Samúel Kári Friðjónsson.
Rúnar Vífill Arnarson, formaður landsliðsnefndar, og Jóhannes Ólafsson afhentu strákunum nýliðamerkin sín úti í Indónesíu.