Silungur í öllum regnbogans litum Karl Lúðvíksson skrifar 15. janúar 2018 11:58 Nokkur dæmi um fjölbreytileikann í hreisturslitum á silung. Hér á Íslandi erum við með oft ansi fallega liti og litbrigði á bleikju og urriða en það getur verið ansi mikill munur á litnum á milli vatna þó stutt sé á milli þeirra. Í Þingvallavatni er til að mynda urriði sem er annað hvort brúnleitur eða silfursleginn og eins er litamunur nokkur á sílableikju og kuðungableikju. Bleikjan í getur eins tekið á sig öll litbrigði appelsínubleiks litar sem við þekkjum vel af kviðnum hennar sem og er doppurnar á hliðunum oft æði miðjafnar. Silung má finna víða í heiminum og eru litbrigðin ansi mörg og þá sérstaklega í þeim tegundum sem eru skyldastar þeirri bleikju sem við finnum á Íslandi sem er þekkt á ensku sem artic charr. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir eru litbrigðin mörg og á þessari pallettu má sjá mörg litamunstur sem við sjáum í okkar ám og vötnum. Almennt er talið að af einhverju leiti hefur umhverfið mikil áhrif á hvaða munstur og litir verða í hreistrinu á silung og þá líka fæðuframboð. Þetta er bara brot af því sem náttúran býður uppá í litasamsetningum á silung og það væri gaman að sjá hvaða litaafbrigði veiðimenn hér á landi hafa séð og jafnvel myndað. Mest lesið Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði
Hér á Íslandi erum við með oft ansi fallega liti og litbrigði á bleikju og urriða en það getur verið ansi mikill munur á litnum á milli vatna þó stutt sé á milli þeirra. Í Þingvallavatni er til að mynda urriði sem er annað hvort brúnleitur eða silfursleginn og eins er litamunur nokkur á sílableikju og kuðungableikju. Bleikjan í getur eins tekið á sig öll litbrigði appelsínubleiks litar sem við þekkjum vel af kviðnum hennar sem og er doppurnar á hliðunum oft æði miðjafnar. Silung má finna víða í heiminum og eru litbrigðin ansi mörg og þá sérstaklega í þeim tegundum sem eru skyldastar þeirri bleikju sem við finnum á Íslandi sem er þekkt á ensku sem artic charr. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir eru litbrigðin mörg og á þessari pallettu má sjá mörg litamunstur sem við sjáum í okkar ám og vötnum. Almennt er talið að af einhverju leiti hefur umhverfið mikil áhrif á hvaða munstur og litir verða í hreistrinu á silung og þá líka fæðuframboð. Þetta er bara brot af því sem náttúran býður uppá í litasamsetningum á silung og það væri gaman að sjá hvaða litaafbrigði veiðimenn hér á landi hafa séð og jafnvel myndað.
Mest lesið Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði