Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Magnús Garðarsson er borinn þungum sökum í skýrslu KPMG sem fer ítarlega yfir fjármálaóreiðu United Silicon í stjórnendatíð hans. Vísir/eyþór Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjá meira
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjá meira
Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent