Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:31 Geir fær að líta gula spjaldið í kvöld. vísir/ernir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44