Andri Rúnar Bjarnason verður í fremstu víglínu í íslenska landsliðinu þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik í dag. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Með Andra Rúnari í framlínunni verður Kristján Flóki Finnbogason. Þetta er fjórði landsleikur Kristjáns Flóka og í annað skipti sem hann er í byrjunarliði.
Á miðjunni eru þeir Aron Sigurðarson, Arnór Smárason, Ólafur Ingi Skúlason sem jafnframt er fyrirliði og Arnór Ingvi Traustason.
Felix Örn Friðriksson er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn, en hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í fyrri leik liðanna á dögunum líkt og Andri Rúnar. Með honum í vörninni eru Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Gunnar Fjóluson og Samúel Kári Friðjónsson.
Rúnar Alex Rúnarsson stendur í markinu.
