Danir hefndu ófaranna fyrir Guðmund Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 21:05 Rasmus Lauge átti stórleik í kvöld. Vísir/Getty Danir fara vel af stað á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Ungverjum í D-riðli í kvöld, 32-25. Þar með náðu þeir að hefna fyrir óvænt tap liðsins fyrir Ungverjum í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi í fyrra. Það reyndist vera síðasti leikur Guðmundar Guðmundssonar með danska landsliðið. Danir voru með tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, 14-12, en stungu Ungverja af í þeim síðari. Mestu munaði um 6-1 kafla Dana snemma í síðari hálfleik. Rasmus Lauge Schmidt skoraði sjö mörk fyrir Dani og Mikkel Hansen sex. Mate Lekai skoraði fimm mörk fyrir Ungverja. Niklas Landin fann sig engan veginn í marki Dana í kvöld og varði aðeins eitt af þeim ellefu skotum sem hann fékk á sig í kvöld. Jannick Green kom inn og átti stórleik - varði 10 skot og var með 43% hlutfallsmarkvörslu.Í sama riðli fóru Spánverjar létt með Tékka, 32-15. Tékkar voru sjö mörkum undir í hálfleik, 16-9, og skoruðu svo aðeins sex mörk í síðari hálfleik. Þrír leikmenn skoruðu fimm mörk fyrir Spánverja í kvöld - Valero Rivera, Raul Entrerrios og Ferran Sole en markahæstur hjá Tékkum var Stanislav Kasparek með fimm mörk. Rodrigo Corrales átti stórleik í marki Spánar eftir að hann kom inn á og varði átta skot - 57% þeirra sem hann fékk á sig í leiknum.Í C-riðli vann Makedónía heldur óvæntan sigur á Slóveníu, 25-24. Filip Lazarov skoraði sigurmark Makedóníu en ekkert var skorað síðustu þrjár mínútur leiksins. Tveir menn - Dejan Manaskov með átta mörk og Lazarov með sjö - skoruðu fimmtán af 25 mörkum Makedóníu í kvöld. Fyrr í dag vann Þýskaland öruggan sigur á Svartfjallalandi í sama riðli, 32-19. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þjóðverjar byrjuðu á stórsigri á EM Þýskaland, sem fór illa með strákana okkar um síðustu helgi, lítur vel út. 13. janúar 2018 17:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Danir fara vel af stað á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Ungverjum í D-riðli í kvöld, 32-25. Þar með náðu þeir að hefna fyrir óvænt tap liðsins fyrir Ungverjum í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi í fyrra. Það reyndist vera síðasti leikur Guðmundar Guðmundssonar með danska landsliðið. Danir voru með tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, 14-12, en stungu Ungverja af í þeim síðari. Mestu munaði um 6-1 kafla Dana snemma í síðari hálfleik. Rasmus Lauge Schmidt skoraði sjö mörk fyrir Dani og Mikkel Hansen sex. Mate Lekai skoraði fimm mörk fyrir Ungverja. Niklas Landin fann sig engan veginn í marki Dana í kvöld og varði aðeins eitt af þeim ellefu skotum sem hann fékk á sig í kvöld. Jannick Green kom inn og átti stórleik - varði 10 skot og var með 43% hlutfallsmarkvörslu.Í sama riðli fóru Spánverjar létt með Tékka, 32-15. Tékkar voru sjö mörkum undir í hálfleik, 16-9, og skoruðu svo aðeins sex mörk í síðari hálfleik. Þrír leikmenn skoruðu fimm mörk fyrir Spánverja í kvöld - Valero Rivera, Raul Entrerrios og Ferran Sole en markahæstur hjá Tékkum var Stanislav Kasparek með fimm mörk. Rodrigo Corrales átti stórleik í marki Spánar eftir að hann kom inn á og varði átta skot - 57% þeirra sem hann fékk á sig í leiknum.Í C-riðli vann Makedónía heldur óvæntan sigur á Slóveníu, 25-24. Filip Lazarov skoraði sigurmark Makedóníu en ekkert var skorað síðustu þrjár mínútur leiksins. Tveir menn - Dejan Manaskov með átta mörk og Lazarov með sjö - skoruðu fimmtán af 25 mörkum Makedóníu í kvöld. Fyrr í dag vann Þýskaland öruggan sigur á Svartfjallalandi í sama riðli, 32-19.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þjóðverjar byrjuðu á stórsigri á EM Þýskaland, sem fór illa með strákana okkar um síðustu helgi, lítur vel út. 13. janúar 2018 17:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Þjóðverjar byrjuðu á stórsigri á EM Þýskaland, sem fór illa með strákana okkar um síðustu helgi, lítur vel út. 13. janúar 2018 17:45