Hann fékk ekkert að spila i leiknum gegn Svíum en vonast eftir spiltíma gegn Króötum í kvöld.
„Það myndi ekkert skemma að fá aðeins að prófa. Arnar minn var að vinna fína vinnu og standa vel í þessum peyjum. Þeir þurftu að hafa fyrir honum.“
Króatísku leikmennirnir eru aðeins stærri en þeir sænsku heilt yfir og ekki ólíklegt að Geir þurfi að henda Heimaklettinum á línuna til þess að berjast við þá.
„Það gæti mögulega þurft að grípa til þess ráðs. Þetta eru djöfulsins lurkar. Þessir í miðjublokkinni eru bergrisar. Þeir munu þurfa að ganga út í Aron og verður fróðlegt að sjá hvað þeir gera. Þetta er alltaf helvíti gaman. Maður væri ekki hérna nema maður væri sjúkur í það.“
Strákarnir hafa stundum á stórmótum lent á lélegum hótelum en þeim leiðist ekki lífið á fimm stjörnu hótelinu í Split.
„Manni líður eins og NBA-stjörnu. Þetta er alveg yndislegt. Stutt í ströndina og allt til taks,“ segir Kári en enginn hefur enn treyst sér í sjóinn. Það gæti breyst.
„Það kemur að því og það verður kannski ekki að hans vilja.“