Fótbolti

Flores hættur við að taka við Stoke

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Flores ætlar að vera áfram á Spáni
Flores ætlar að vera áfram á Spáni vísir/getty
Stoke er án knattspyrnustjóra eftir að Mark Hughes var rekinn frá félaginu fyrr í janúar. Forráðamenn Stoke héldu að þeir væru komnir með arftaka hans í Quique Sanchez Flores, en hann skipti um skoðunn og er ekki á leiðinni til Englands.

Flores þjálfar Espanyol á Spáni en samkvæmt heimildum Sky Sports voru félögin búin að komast að samkomulagi um að Flores færi til Stoke gegn 3,5 milljónum punda í sárabætur. Þá á Flores að hafa verið búinn að skrifa undir fimm ára samning.

Hann skipti hins vegar um skoðun og sagði Stoke frá því í dag að hann ætlaði að vera áfram á Spáni.

Forráðamenn Stoke eru honum reiðir fyrir það, því viðræðurnar við Flores og Espanyol kostuðu þá dýrmætan tíma og finnst þeim nokkur skömm vera í þessari ákvörðun Flores.

„Ég er og mun vera þjálfari Espanyol,“ sagði Flores við spænksa fjölmiðla. „Ég er með samning hér og er mjög sáttur með mína stöðu. Ég hef aldrei sagt neitt annað en að ég sé hér, það er staðreyndin sem skiptir máli og ekkert annað.“

Félagið getur tekið aftur upp viðræður við landsliðsþjálfara Írlands, Martin O'Neill, eða þeir þurfa að byrja á byrjunarreit aftur.



Stoke mætir Manchester United á mánudagskvöld og verður líklega án fastráðins knattspurnustjóra í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×