Eigum að leitast við að finna innsta kjarna Magnús Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 10:00 Bjarni Frímann segir að við þurfum að leita lausna og láta tónlistarlífið halda áfram að þroskast. Visir/Vilhelm Það er margt sem ég segist alltaf hafa ætlað að verða og flugmaður var eitt af því. Ég var aðeins að læra það en svo varð það aldrei en ég hef ennþá áhuga á flugi. Ég hef svo gaman af vélum, hef einhverja nostalgíu fyrir svona gamaldags véladrasli sem þarf að sinna eins og það sé fjölskyldumeðlimur,“ segir Bjarni Frímann Bjarnason og glottir út í annað. Bjarni Frímann er nýráðin tónlistarstjóri Íslensku óperunnar þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall sem telst vera afar ungt fyrir slíka stöðu.Dýpstu hjartarætur Ummælin um flugáhugann eru tilkomin vegna þess að Bjarni Frímann valdi kaffiteríu flugstöðvarinnar í Reykjavík sem alþýðlegan stað til þess að hitta blaðamann í spjalli um tónlistina sem varð ofan á í lífi hans og er þar fyrirferðarmikil. Bjarni Frímann segist þó ekkert vita hvaðan þessi ástríða fyrir tónlistinni er sprottin, hvort hún er meðfædd eða áunnin. „Það eina sem ég veit er að það er í mér þrá eftir þessum hreina tóni, hvort sem það er í tónlistinni eða lífinu með öðrum manneskjum. Upp á síðkastið hef ég reyndar villst dálítið af leið, það er auðvelt að láta glepjast í dag þegar manni er alls staðar talin trú um að listsköpun eigi að snúast um eitthvað annað, en það er bara ekki til betri leið til þess að lýsa aðkomu minni að tónlist en sem leitinni að þessum hreina tóni.“ Bjarni þagnar og horfir einlægur á blaðamann og bætir við: „Og nú bið ég þig um að vera ekki með fyrirsögnina: Í leit að hinum hreina tóni,“ og getur svo ekki annað en farið að hlæja. „En eins mikil klisja og þetta er þá er hún sönn. Það er þessi hreini tónn sem getur opnað hvaða hjarta sem er. Tónn sem sprettur við dýpstu hjartarætur.“ Bjarni segist hallast að því að hinn hreini tónn sé fyrst og fremst skrifaður fremur en leikinn. „Það besta sem túlkandinn getur svo gert er að hindra hann ekki. Hleypa honum fram og til þess þarf að skilja eitthvert egó til hliðar, það er það sem þetta snýst soldið mikið um. En eins og umhverfi tónlistarinnar er í samfélaginu þá er ekki mikið rými fyrir þessa leit. Það er svo mikil áhersla á: Hvað ætlar þú að segja? Af hverju eigum við að kaupa þig? Það eru allir að selja sig en það er samt erfitt að festa hönd á þessu þótt þetta sé mér ofarlega í huga þessa dagana.“Bjarni Frímann segir að umhverfi tónlistarinnar sé honum ofarlega í huga þessa dagana þar sem egóið er að orðið of fyrirferðamikið að hans mati. Visir/VilhelmMálað á striga Bjarni Frímann ítrekar að hlutverk flytjandans sé að ljá einhverjum rödd. „Þessi rödd er það sem þú kannt, getur og ert en þú mátt ekki lita verkið of mikið. Fólk hljómar auðvitað misjafnlega en það sem er að gerast er að egóið er að verða of fyrirferðarmikið. Fólk er hætt að kunna að hlusta á tónverkið heldur er alltaf að hlusta á flutninginn. Kannski er þetta afleiðing af því að við erum alltaf að spila eitthvað eftir dautt fólk og svo erum við að bera saman. Alltaf að bera saman flutninginn. Þetta er eins og við séum að safna Pokémon-spjöldum þar sem við söfnum því hver hefur heyrt hvað, með hverjum og hvar. Þetta er svona félagslegt kapphlaup sem er orðið of fyrirferðarmikið.“ Er þetta snobb? „Nei, ég held ekki. Vandinn er frekar að það er of mikið um það í klassískri tónlist að tónverkin eru orðin að striga sem er málað á aftur og aftur. Slíkt á sér eðlilega takmörk. Listin þarf á endurnýjun að halda alveg óháð því hversu góð hún er. Það breytir því ekki að umfjöllunarefni listarinnar eru alltaf þau sömu. Manneskjan er að reyna að átta sig á sjálfri sér, tengslum sínum við aðra og sambandi sínu við umhverfið og höfuðskepnurnar. Það er ekkert nýtt sagt heldur aðeins hvernig hlutirnir eru sagðir og eftir því sem samfélagið breytist er þörf fyrir nýjar leiðir til þess að tala um hlutina.“ Mér finnst klassíska tónlistin hafa fest í því fari að gleyma því hvað er verið að segja. Hætt að leita að þessum hreina tóni og því hverju hann vill okkur. Farin að snúast um það hvernig hlutirnir eru túlkaðir, hvernig Jón ætlar að gera þetta öðruvísi en Gunna. Þess vegna finnst mér allt þetta tal og kapp um að fólk sé að meika það í músíkinni vera algerlega í öskrandi mótsögn við tilganginn – við kjarnann sem ég trúi að allir finni fyrir. En svo er auðvitað gott að geta haldið einhverju jafnvægi. Að undanförnu hef ég horft með aðdáun til Víkings Heiðars sem virðist gæta að fullkomnu jafnvægi þarna á milli.“Menningarleg stéttaskipting Aðspurður um hvernig tónlistarfólki takist að ná til fólks með klassíska tónlist þá segir Bjarni Frímann að það sé ágætt að skoða hvernig Harpa hefur þróast síðustu ár og að þar hafi strax verið hópur sem komst upp á lag með að mæta en svo hafi aðrir veigrað sér við því. „Ég held að það að opna húsið meira og vera með tribute-tónleika og Jóla-Bó hafi gert mörgum þetta léttara. Ég er á því að það hjálpi að nota húsið svona breitt. Sumir bölvast út í að það sé of mikil afþreyingarstemning þar inni en mér finnst það ekki. Mér finnst frábært að fá fleira fólk inn í húsið og hafa þar líka hluti sem höfða til stærri hóps vegna þess að þegar fólk er orðið handgengið húsinu þá er það líklegra til að koma oftar og þar á meðal á klassíska tónleika. Þetta hús er byggt fyrir þjóðina. Allt sem veitir fleirum hlutdeild í Hörpu er af hinu góða.“ Bjarni Frímann bendir á að hið sama megi í raun segja um menningarlífið í heild sinni. Að við sem þjóð þurfum að leitast við að finna meira jafnvægi og sníða okkur stakk eftir vexti. „Við eigum til að vilja hafa stakkinn nokkuð rúman því við erum stórhuga en það gengur samt ekki að vera í vitlausri flík. Mér finnst að við mættum gera meira af því að líta til smábæja og að við getum ekki alltaf verið að máta okkur við London, París, Róm og New York. Það er algjörlega óraunhæft og ef við erum að spenna okkur svona þá verða einfaldlega til svo miklar eyður annars staðar þar sem þörfin er samt raunverulegri í menningarstarfsemi. Í framhaldinu verður til einhver menningarleg stéttaskipting ef sumu er sinnt en öðru ekki.“Bjarni FrÃmann Bjarnason, tónlistarmaður.Ekkert vit Bjarna Frímanni er mikið niðri fyrir þegar staða tónlistar og menningar er annars vegar og hún angrar hann greinilega, þessi skipting á milli há- og lágmenningar. Hann segir að við séum slæm með það þegar við ákveðum að fara að sinna því sem við köllum kannski lágmenningu að gera það á röngum forsendum. „Þegar við ætlum að gæta þess að peningarnir séu ekki allir í þessu dýra, flotta, snobbaða og hámenningarlega og fara að dreifa víðar þá er t.d. búin til geggjuð ljósmyndabók með myndum af fátæklingum og það er fyrir þennan hóp en allt á forsendum hámenningar. Þetta gerist alltaf en það er ekkert illur hugur í þessu, við bara grípum til þess sem við kunnum. Svo er bara svo auðvelt að segja að sumir vilji bara hlusta á Land og syni og bla, bla, bla og auðvitað vilja sumir bara hlusta á Land og syni en það þarf að leyfa því að vera líka menning. Um það þarf ekki að ríkja þessi togstreita og við eigum ekki að temja okkur að líta upp til eins og niður til annars.“ Bjarni Frímann staldrar við og minnir svo á að hann hafi kannski enga þekkingu á þessu. „Ég er kannski að tala af einhverjum hroka en ég vil frekar sjá tónleika sem eðlilegt fólk getur hugsað sér að sjá. Meira af svoleiðis, takk. Svo má kannski spyrja sig hvort það sé þörf fyrir að flytja inn þrjár eða fjórar útlenskar spútnikhljómsveitir sem bæta litlu við? Er það þess virði? Þeir sem eru með þetta innan sín áhugasviðs og búa yfir færni til þess að heyra muninn eru búnir sjá þetta í útlöndum. Þetta snýst of mikið um það hvaða nöfn eru að koma. Við erum komin með svo hæft fólk hérna til þess að spila verkin sem við þurftum áður að fá aðra til þess að flytja fyrir okkur. Fullt af hæfu fólki sem bara situr heima hjá sér. Þú þarft að sitja í gegnum margar áskriftarraðir og hlusta þig í gegnum margar plötubúðir til þess að ná færni til þess að heyra af hverju Gunna er betri en Jón. Þessi píanistinn betri en hinn. Munurinn er svo lítill.“ En sérðu þá fyrir þér að við séum að leggja meiri áherslu á það fólk sem við eigum? „Já, algjörlega, og leitast við að spila fyrir nýja áhorfendur. Ég er þó hræddur um að það þurfi eitthvað að breytast í sjálfsáliti þessarar þjóðar til þess að það verði breytingar á. Sjálfur hef ég svo sem engar konkret lausnir í málinu en við þurfum að sameinast um að leita að lausnum og leitast við að láta tónlistarlífið halda áfram að þroskast og dafna og það fyrir sem flesta.“Bjagaður kvarði Þegar talið berst að Bjarna Frímanni sjálfum sem skapandi listamanni segir hann að þar séum við komnir inn á viðkvæmt svæði. „Í þeim hlutverkum sem ég hef verið í undanfarið við að túlka tónverk upplifi ég mig sem þjón listarinnar. Ég hef ekki mikinn sviðsskrekk eða efast um túlkunina en í einu skiptin sem ég fæ sviðsskrekk er þegar ég er að spila tónverk sem mér finnst ekki nógu góð. Ekki það að maður skammist sín fyrir hönd tónskáldsins eða eitthvað slíkt heldur er bara asnalegt að standa fyrir framan hóp af fólki og finnast tónverkið ekki hafa neitt fram að færa. Ég legg mikla áherslu á þetta en svo eru auðvitað margir túlkendur sem eru sannir listamenn og ég vil ekki vera að troða á þeim. Mig langar til þess að sinna því að búa til tónlist en það er skref sem mér finnst erfitt að taka og er búinn að ýta því á undan mér í mörg ár. Við hvað ertu hræddur? Hvað öðrum finnst? „Já, eflaust. Málið er að það er svo mikið til af góðri tónlist sem er bæði vel samin og kemur frá einhverjum hreinum stað, þá hættir manni til að dæma soldið hart það sem er ekki alveg jafn gott, þó að það sé gott líka. Kvarðinn er orðinn svo bjagaður.“Bjarni FrÃmann Bjarnason, tónlistarmaður.Þörfin fyrir einlægni Bjarni Frímann segir að þetta skjóti ákaflega skökku við, ekki síst í óperu og leikhúsi þar sem er alltaf verið að leitast við að skapa ákveðinn raunveruleika og að því sé þörfin fyrir einlægni jafnvel enn meiri. „Þetta er allt bara í þykjó – þú ert að látast og leika. Og fólk skrifar undir ákveðinn sáttmála þegar það fer í leikhús þar sem það samþykkir að láta næstu tímana eins og þetta sé allt raunverulegt. Að þessi leikari sé Pétur Gautur eða söngvari Don Juan. Þetta er eins og með blekkinguna með jólasveininn, maður veit betur en kaupir samt blekkinguna, en það er líka forsenda þess að það sé hægt að segja og gera hluti sem gengur ekki að segja í veruleikanum. Þetta er alveg eins með tónlistina. Þess vegna finnst mér stundum vera byrjað á röngum enda eins og til að mynda í óperunni þegar það er verið að reyna gera allt raunverulegt á sviðinu en svo áttu ekki að skilja stakt orð af því sem er sagt þar sem allt er sungið á ítölsku eða þýsku. Það er mín skoðun að ef Íslendingur ætlar að syngja fyrir Íslendinga, þá sé best að gera það á íslensku. Vera einlæg og óttalaus við það sem einhverjum kann að finnast hallærislegt. Ég held að þetta sé einhver feimni. Það er svo miklu auðveldara að segja: I love you heldur en ég elska þig. Þar er einlægnin og þar af leiðandi særanleikinn svo miklu meiri. Við eigum að leitast við að finna innsta kjarna þess sem við erum að takast á við hverju sinni en ekki yfirborð. Það er kjarni listarinnar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. janúar. Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er margt sem ég segist alltaf hafa ætlað að verða og flugmaður var eitt af því. Ég var aðeins að læra það en svo varð það aldrei en ég hef ennþá áhuga á flugi. Ég hef svo gaman af vélum, hef einhverja nostalgíu fyrir svona gamaldags véladrasli sem þarf að sinna eins og það sé fjölskyldumeðlimur,“ segir Bjarni Frímann Bjarnason og glottir út í annað. Bjarni Frímann er nýráðin tónlistarstjóri Íslensku óperunnar þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall sem telst vera afar ungt fyrir slíka stöðu.Dýpstu hjartarætur Ummælin um flugáhugann eru tilkomin vegna þess að Bjarni Frímann valdi kaffiteríu flugstöðvarinnar í Reykjavík sem alþýðlegan stað til þess að hitta blaðamann í spjalli um tónlistina sem varð ofan á í lífi hans og er þar fyrirferðarmikil. Bjarni Frímann segist þó ekkert vita hvaðan þessi ástríða fyrir tónlistinni er sprottin, hvort hún er meðfædd eða áunnin. „Það eina sem ég veit er að það er í mér þrá eftir þessum hreina tóni, hvort sem það er í tónlistinni eða lífinu með öðrum manneskjum. Upp á síðkastið hef ég reyndar villst dálítið af leið, það er auðvelt að láta glepjast í dag þegar manni er alls staðar talin trú um að listsköpun eigi að snúast um eitthvað annað, en það er bara ekki til betri leið til þess að lýsa aðkomu minni að tónlist en sem leitinni að þessum hreina tóni.“ Bjarni þagnar og horfir einlægur á blaðamann og bætir við: „Og nú bið ég þig um að vera ekki með fyrirsögnina: Í leit að hinum hreina tóni,“ og getur svo ekki annað en farið að hlæja. „En eins mikil klisja og þetta er þá er hún sönn. Það er þessi hreini tónn sem getur opnað hvaða hjarta sem er. Tónn sem sprettur við dýpstu hjartarætur.“ Bjarni segist hallast að því að hinn hreini tónn sé fyrst og fremst skrifaður fremur en leikinn. „Það besta sem túlkandinn getur svo gert er að hindra hann ekki. Hleypa honum fram og til þess þarf að skilja eitthvert egó til hliðar, það er það sem þetta snýst soldið mikið um. En eins og umhverfi tónlistarinnar er í samfélaginu þá er ekki mikið rými fyrir þessa leit. Það er svo mikil áhersla á: Hvað ætlar þú að segja? Af hverju eigum við að kaupa þig? Það eru allir að selja sig en það er samt erfitt að festa hönd á þessu þótt þetta sé mér ofarlega í huga þessa dagana.“Bjarni Frímann segir að umhverfi tónlistarinnar sé honum ofarlega í huga þessa dagana þar sem egóið er að orðið of fyrirferðamikið að hans mati. Visir/VilhelmMálað á striga Bjarni Frímann ítrekar að hlutverk flytjandans sé að ljá einhverjum rödd. „Þessi rödd er það sem þú kannt, getur og ert en þú mátt ekki lita verkið of mikið. Fólk hljómar auðvitað misjafnlega en það sem er að gerast er að egóið er að verða of fyrirferðarmikið. Fólk er hætt að kunna að hlusta á tónverkið heldur er alltaf að hlusta á flutninginn. Kannski er þetta afleiðing af því að við erum alltaf að spila eitthvað eftir dautt fólk og svo erum við að bera saman. Alltaf að bera saman flutninginn. Þetta er eins og við séum að safna Pokémon-spjöldum þar sem við söfnum því hver hefur heyrt hvað, með hverjum og hvar. Þetta er svona félagslegt kapphlaup sem er orðið of fyrirferðarmikið.“ Er þetta snobb? „Nei, ég held ekki. Vandinn er frekar að það er of mikið um það í klassískri tónlist að tónverkin eru orðin að striga sem er málað á aftur og aftur. Slíkt á sér eðlilega takmörk. Listin þarf á endurnýjun að halda alveg óháð því hversu góð hún er. Það breytir því ekki að umfjöllunarefni listarinnar eru alltaf þau sömu. Manneskjan er að reyna að átta sig á sjálfri sér, tengslum sínum við aðra og sambandi sínu við umhverfið og höfuðskepnurnar. Það er ekkert nýtt sagt heldur aðeins hvernig hlutirnir eru sagðir og eftir því sem samfélagið breytist er þörf fyrir nýjar leiðir til þess að tala um hlutina.“ Mér finnst klassíska tónlistin hafa fest í því fari að gleyma því hvað er verið að segja. Hætt að leita að þessum hreina tóni og því hverju hann vill okkur. Farin að snúast um það hvernig hlutirnir eru túlkaðir, hvernig Jón ætlar að gera þetta öðruvísi en Gunna. Þess vegna finnst mér allt þetta tal og kapp um að fólk sé að meika það í músíkinni vera algerlega í öskrandi mótsögn við tilganginn – við kjarnann sem ég trúi að allir finni fyrir. En svo er auðvitað gott að geta haldið einhverju jafnvægi. Að undanförnu hef ég horft með aðdáun til Víkings Heiðars sem virðist gæta að fullkomnu jafnvægi þarna á milli.“Menningarleg stéttaskipting Aðspurður um hvernig tónlistarfólki takist að ná til fólks með klassíska tónlist þá segir Bjarni Frímann að það sé ágætt að skoða hvernig Harpa hefur þróast síðustu ár og að þar hafi strax verið hópur sem komst upp á lag með að mæta en svo hafi aðrir veigrað sér við því. „Ég held að það að opna húsið meira og vera með tribute-tónleika og Jóla-Bó hafi gert mörgum þetta léttara. Ég er á því að það hjálpi að nota húsið svona breitt. Sumir bölvast út í að það sé of mikil afþreyingarstemning þar inni en mér finnst það ekki. Mér finnst frábært að fá fleira fólk inn í húsið og hafa þar líka hluti sem höfða til stærri hóps vegna þess að þegar fólk er orðið handgengið húsinu þá er það líklegra til að koma oftar og þar á meðal á klassíska tónleika. Þetta hús er byggt fyrir þjóðina. Allt sem veitir fleirum hlutdeild í Hörpu er af hinu góða.“ Bjarni Frímann bendir á að hið sama megi í raun segja um menningarlífið í heild sinni. Að við sem þjóð þurfum að leitast við að finna meira jafnvægi og sníða okkur stakk eftir vexti. „Við eigum til að vilja hafa stakkinn nokkuð rúman því við erum stórhuga en það gengur samt ekki að vera í vitlausri flík. Mér finnst að við mættum gera meira af því að líta til smábæja og að við getum ekki alltaf verið að máta okkur við London, París, Róm og New York. Það er algjörlega óraunhæft og ef við erum að spenna okkur svona þá verða einfaldlega til svo miklar eyður annars staðar þar sem þörfin er samt raunverulegri í menningarstarfsemi. Í framhaldinu verður til einhver menningarleg stéttaskipting ef sumu er sinnt en öðru ekki.“Bjarni FrÃmann Bjarnason, tónlistarmaður.Ekkert vit Bjarna Frímanni er mikið niðri fyrir þegar staða tónlistar og menningar er annars vegar og hún angrar hann greinilega, þessi skipting á milli há- og lágmenningar. Hann segir að við séum slæm með það þegar við ákveðum að fara að sinna því sem við köllum kannski lágmenningu að gera það á röngum forsendum. „Þegar við ætlum að gæta þess að peningarnir séu ekki allir í þessu dýra, flotta, snobbaða og hámenningarlega og fara að dreifa víðar þá er t.d. búin til geggjuð ljósmyndabók með myndum af fátæklingum og það er fyrir þennan hóp en allt á forsendum hámenningar. Þetta gerist alltaf en það er ekkert illur hugur í þessu, við bara grípum til þess sem við kunnum. Svo er bara svo auðvelt að segja að sumir vilji bara hlusta á Land og syni og bla, bla, bla og auðvitað vilja sumir bara hlusta á Land og syni en það þarf að leyfa því að vera líka menning. Um það þarf ekki að ríkja þessi togstreita og við eigum ekki að temja okkur að líta upp til eins og niður til annars.“ Bjarni Frímann staldrar við og minnir svo á að hann hafi kannski enga þekkingu á þessu. „Ég er kannski að tala af einhverjum hroka en ég vil frekar sjá tónleika sem eðlilegt fólk getur hugsað sér að sjá. Meira af svoleiðis, takk. Svo má kannski spyrja sig hvort það sé þörf fyrir að flytja inn þrjár eða fjórar útlenskar spútnikhljómsveitir sem bæta litlu við? Er það þess virði? Þeir sem eru með þetta innan sín áhugasviðs og búa yfir færni til þess að heyra muninn eru búnir sjá þetta í útlöndum. Þetta snýst of mikið um það hvaða nöfn eru að koma. Við erum komin með svo hæft fólk hérna til þess að spila verkin sem við þurftum áður að fá aðra til þess að flytja fyrir okkur. Fullt af hæfu fólki sem bara situr heima hjá sér. Þú þarft að sitja í gegnum margar áskriftarraðir og hlusta þig í gegnum margar plötubúðir til þess að ná færni til þess að heyra af hverju Gunna er betri en Jón. Þessi píanistinn betri en hinn. Munurinn er svo lítill.“ En sérðu þá fyrir þér að við séum að leggja meiri áherslu á það fólk sem við eigum? „Já, algjörlega, og leitast við að spila fyrir nýja áhorfendur. Ég er þó hræddur um að það þurfi eitthvað að breytast í sjálfsáliti þessarar þjóðar til þess að það verði breytingar á. Sjálfur hef ég svo sem engar konkret lausnir í málinu en við þurfum að sameinast um að leita að lausnum og leitast við að láta tónlistarlífið halda áfram að þroskast og dafna og það fyrir sem flesta.“Bjagaður kvarði Þegar talið berst að Bjarna Frímanni sjálfum sem skapandi listamanni segir hann að þar séum við komnir inn á viðkvæmt svæði. „Í þeim hlutverkum sem ég hef verið í undanfarið við að túlka tónverk upplifi ég mig sem þjón listarinnar. Ég hef ekki mikinn sviðsskrekk eða efast um túlkunina en í einu skiptin sem ég fæ sviðsskrekk er þegar ég er að spila tónverk sem mér finnst ekki nógu góð. Ekki það að maður skammist sín fyrir hönd tónskáldsins eða eitthvað slíkt heldur er bara asnalegt að standa fyrir framan hóp af fólki og finnast tónverkið ekki hafa neitt fram að færa. Ég legg mikla áherslu á þetta en svo eru auðvitað margir túlkendur sem eru sannir listamenn og ég vil ekki vera að troða á þeim. Mig langar til þess að sinna því að búa til tónlist en það er skref sem mér finnst erfitt að taka og er búinn að ýta því á undan mér í mörg ár. Við hvað ertu hræddur? Hvað öðrum finnst? „Já, eflaust. Málið er að það er svo mikið til af góðri tónlist sem er bæði vel samin og kemur frá einhverjum hreinum stað, þá hættir manni til að dæma soldið hart það sem er ekki alveg jafn gott, þó að það sé gott líka. Kvarðinn er orðinn svo bjagaður.“Bjarni FrÃmann Bjarnason, tónlistarmaður.Þörfin fyrir einlægni Bjarni Frímann segir að þetta skjóti ákaflega skökku við, ekki síst í óperu og leikhúsi þar sem er alltaf verið að leitast við að skapa ákveðinn raunveruleika og að því sé þörfin fyrir einlægni jafnvel enn meiri. „Þetta er allt bara í þykjó – þú ert að látast og leika. Og fólk skrifar undir ákveðinn sáttmála þegar það fer í leikhús þar sem það samþykkir að láta næstu tímana eins og þetta sé allt raunverulegt. Að þessi leikari sé Pétur Gautur eða söngvari Don Juan. Þetta er eins og með blekkinguna með jólasveininn, maður veit betur en kaupir samt blekkinguna, en það er líka forsenda þess að það sé hægt að segja og gera hluti sem gengur ekki að segja í veruleikanum. Þetta er alveg eins með tónlistina. Þess vegna finnst mér stundum vera byrjað á röngum enda eins og til að mynda í óperunni þegar það er verið að reyna gera allt raunverulegt á sviðinu en svo áttu ekki að skilja stakt orð af því sem er sagt þar sem allt er sungið á ítölsku eða þýsku. Það er mín skoðun að ef Íslendingur ætlar að syngja fyrir Íslendinga, þá sé best að gera það á íslensku. Vera einlæg og óttalaus við það sem einhverjum kann að finnast hallærislegt. Ég held að þetta sé einhver feimni. Það er svo miklu auðveldara að segja: I love you heldur en ég elska þig. Þar er einlægnin og þar af leiðandi særanleikinn svo miklu meiri. Við eigum að leitast við að finna innsta kjarna þess sem við erum að takast á við hverju sinni en ekki yfirborð. Það er kjarni listarinnar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. janúar.
Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira