Arnar Freyr: Öll gagnrýni er frábær Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 12. janúar 2018 11:00 Arnar Freyr í Paladium-höllinni í gær. vísir/ernir Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég þekki helminginn af liðinu og hef spilað með mörgum þeirra. Það verður gaman að kljást við þá,“ segir Arnar sem ætlar að láta Svíana finna fyrir því. „Heldur betur. Það er markmiðið að lemja þá í vörninni og keyra vel á þá.“ Þessi stóri og stæðilegi leikmaður þreytti frumraun sína á stórmóti í Frakklandi fyrir ári síðan og veit því vel núna hvað hann er að fara út í. „Síðast var maður að læra inn á hlutina en núna er maður reynslunni ríkari. Þá ætti ég að hafa meiri fókus, hugsa um liðið og fara að vinna einhverja leiki.“ Línumaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Svíum í október og hann segist hafa tekið þeirri gagnrýni vel. „Ég tók gagnrýnina til mín og á mig eins og á að gera. Ég fór svo að hugsa um sjálfan mig og pæla í hvað ég geti gert betur. Ég er léttari núna og hef líka bætt þolið. Ég skil leikinn líka vonandi aðeins betur. Því er ég mun tilbúnari í þetta mót en það síðasta,“ segir Arnar en hann fagnar allri gagnrýni og fór ekki í neina fýlu yfir henni. „Öll gagnrýni er frábær og maður elskar þegar allir eru að segja eitthvað um mann. Það er geggjað og fínt að fá comment því þá bæti ég mig bara.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00 EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég þekki helminginn af liðinu og hef spilað með mörgum þeirra. Það verður gaman að kljást við þá,“ segir Arnar sem ætlar að láta Svíana finna fyrir því. „Heldur betur. Það er markmiðið að lemja þá í vörninni og keyra vel á þá.“ Þessi stóri og stæðilegi leikmaður þreytti frumraun sína á stórmóti í Frakklandi fyrir ári síðan og veit því vel núna hvað hann er að fara út í. „Síðast var maður að læra inn á hlutina en núna er maður reynslunni ríkari. Þá ætti ég að hafa meiri fókus, hugsa um liðið og fara að vinna einhverja leiki.“ Línumaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Svíum í október og hann segist hafa tekið þeirri gagnrýni vel. „Ég tók gagnrýnina til mín og á mig eins og á að gera. Ég fór svo að hugsa um sjálfan mig og pæla í hvað ég geti gert betur. Ég er léttari núna og hef líka bætt þolið. Ég skil leikinn líka vonandi aðeins betur. Því er ég mun tilbúnari í þetta mót en það síðasta,“ segir Arnar en hann fagnar allri gagnrýni og fór ekki í neina fýlu yfir henni. „Öll gagnrýni er frábær og maður elskar þegar allir eru að segja eitthvað um mann. Það er geggjað og fínt að fá comment því þá bæti ég mig bara.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00 EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00
EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00
Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00
Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15
Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30