Íslenska karlalandsliðið vann í dag sinn stærsta sigur í 33 ár er strákarnir okkar höfðu betur í vináttulandsleik gegn Indónesíu ytra, 6-0.
Stærsti sigur Íslands frá upphafi er 9-0 sigur á Færeyjum árið 1985 en sigurinn í dag er sá stærsti síðan þá. Ragnar Ingi Margeirsson skoraði þrennu í þeim leik.
Þetta er enn fremur stærsti sigur Íslands á útivelli frá upphafi. Ísland vann áður 6-1 sigur á Færeyjum árið 1976.
Leikurinn í dag fór fram við mjög skrautlegar aðstæður og þurfti að gera hlé á honum vegna þrumuveðurs. Það gerði einnig hellidembu og var völlurinn því afar blautur, sem gerði leikmönnum erfitt fyrir.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark fyrri hálfleiks en hann hafði meira að segja brennt af vítaspyrnu í stöðunni 0-0. Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson skouðu hin mörk Íslands.
Liðin mætast aftur ytra á sunnudaginn.
Stærsti sigur Íslands í 33 ár

Tengdar fréttir

Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson?
Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta.

Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs.

Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta.