Það er rétt rúmur sólarhringur í að keppni hefjist í riðli Íslands á EM í Split. Þegar blaðamaður Vísis mætti á svæðið nú undir hádegi sá hann strax að ekki er allt tilbúið.
Það muna eflaust margir eftir því að minnstu mátti muna að riðillinn yrði færður í aðra borg þar sem vandræði voru með Paladium-keppnishöllina í Split. Hún ku hafa verið í niðurníslu og ýmislegt sem þarf að lappa upp á.
Það er svo sannarlega rétt og eitt það fyrsta sem ég sá við komu í höllina var maður á þriðju hæð að mála. Mesta athygli vakti þó að hann var ekki í neinni öryggislínu og plássið sem hann var að vinna með ekki mikið. Málarinn engu að síður silkislakur að störfum.
Inn í höllinni virðist nánast allt annars vera tilbúið. Höllin er afar glæsileg. Tekur um ellefu þúsund manns í sæti og það góð sæti. Stemningin í Paladium á morgun verður örugglega frábær og vonandi búið að mála.
Enn verið að mála keppnishöllina í Split

Tengdar fréttir

EM-dagbókin: Svarta síðan setti mig á svarta listann hjá HSÍ
Henry Birgir er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót með strákunum okkar og rifjar hér upp er hann mætti á sitt fyrsta fyrir fjórtán árum síðan. Það mót fór ekki vel.