Ný kammersveit gefur eldri ekkert eftir Jónas Sen skrifar 11. janúar 2018 10:00 Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar æfingu hjá kammersveitinni Elju. Tónlist Kammersveitin Elja Kammertónleikar Kammersveitin Elja flutti verk eftir Schnittke, Telemann og Báru Gísladóttur. Einleikari: Ásta Kristín Pjetursdóttir. Hörpuhorn á annarri hæð Hörpu sunnudaginn 7. janúar Kammersveitin Elja er ný stærð í íslensku tónlistarlífi. Hún er skipuð ungu fólki sem ýmist er enn í námi eða hefur nýlokið því. Ef marka má tónleika sveitarinnar í Hörpu á sunnudaginn, þá gefur hún eldri og reyndari tónlistarhópum landsins ekkert eftir. Tónleikarnir hófust á verki sem bar heitið Otoconia og var eftir Báru Gísladóttur. Það var leikið af tveimur fiðluleikurum, víóluleikara og sellóleikara. Rannsókn í flýti á Google upplýsti að nafn tónsmíðarinnar vísar til kristalla í innra eyra sem eru hluti af jafnvægisskyni mannsins. Hvernig það tengdist tónlistinni sem hér var leikin er ekki alveg ljóst, en hún var a.m.k. athyglisverð. Tónmálið var ómstrítt og afstrakt, en samsvaraði sér ákaflega vel. Leitandi hendingar og hljómar fengu ávallt sannfærandi mótvægi í annars konar hendingum og hljómum, framvindan gekk því alltaf upp. Hún var gædd sterku samræmi sem notalegt var að upplifa. Yfirborðið var vissulega hrjúft og kuldalegt, en það hafði sinn sjarma, rétt eins og góð hryllingssaga. Strengjaleikurinn var hóflega magnaður upp í hljóðkerfi, og ýmsir effektar á borð við bergmál komu við sögu. Þetta var smekklega gert, hið rafræna ýtti undir áhrif strengjaleiksins, lyfti honum upp, undirstrikaði stemninguna. Útkoman var forvitnileg og spennandi. Septet eftir Alfred Schnittke heppnaðist einnig ágætlega, þrátt fyrir að verkið hljómi yfirleitt alltaf betur á upptöku. Það er vegna sembalsins sem er eitt af hljóðfærunum sjö; hin eru fiðla, víóla, selló, flauta og tvær klarínettur. Semballinn, forfaðir píanósins, er svo sannarlega hljómfagur, en hann er ekki raddsterkur. Hér voru aðstæður þó eins og best verður á kosið, tónleikarnir fóru fram í hinu svokallaða Hörpuhorni í opnu rými á annarri hæð, og nálægðin við flytjendur því mjög mikil. Engu að síður var semballinn ansi veikróma, sérstaklega í lokakaflanum, þar sem hann er í veigamiklu hlutverki. Fyrir utan þessa annmarka var flutningurinn á verkinu flottur. Tónlistin er í frjálslegu formi, duttlungafull og kemur stöðugt á óvart. Í takt við það var flutningurinn kraftmikill og þrunginn andstæðum, og oftast prýðilega samtaka. Brandenburgarkonsert nr. 5 eftir Bach var síðastur á efnisskránni, en vegna veikinda féll hann niður og í staðinn fluttur víólukonsert eftir Telemann. Þar var einleikari Ásta Kristín Pjetursdóttir og hún hristi konsertinn fram úr erminni eins og ekkert væri. Túlkunin einkenndist af hugmyndaauðgi, bæði lifandi og tilfinningarík. Tæknilega var leikurinn skýr og öruggur. Leikur kammersveitarinnar var líka vandaður, hún fylgdi einleikaranum af kostgæfni. Heildarmyndin var margbrotin, fókuseruð og skemmtileg.Niðurstaða: Stórgóðir tónleikar með vönduðum hljóðfæraleik og glæsilegri tónlist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar. Tónlistargagnrýni Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Kammersveitin Elja Kammertónleikar Kammersveitin Elja flutti verk eftir Schnittke, Telemann og Báru Gísladóttur. Einleikari: Ásta Kristín Pjetursdóttir. Hörpuhorn á annarri hæð Hörpu sunnudaginn 7. janúar Kammersveitin Elja er ný stærð í íslensku tónlistarlífi. Hún er skipuð ungu fólki sem ýmist er enn í námi eða hefur nýlokið því. Ef marka má tónleika sveitarinnar í Hörpu á sunnudaginn, þá gefur hún eldri og reyndari tónlistarhópum landsins ekkert eftir. Tónleikarnir hófust á verki sem bar heitið Otoconia og var eftir Báru Gísladóttur. Það var leikið af tveimur fiðluleikurum, víóluleikara og sellóleikara. Rannsókn í flýti á Google upplýsti að nafn tónsmíðarinnar vísar til kristalla í innra eyra sem eru hluti af jafnvægisskyni mannsins. Hvernig það tengdist tónlistinni sem hér var leikin er ekki alveg ljóst, en hún var a.m.k. athyglisverð. Tónmálið var ómstrítt og afstrakt, en samsvaraði sér ákaflega vel. Leitandi hendingar og hljómar fengu ávallt sannfærandi mótvægi í annars konar hendingum og hljómum, framvindan gekk því alltaf upp. Hún var gædd sterku samræmi sem notalegt var að upplifa. Yfirborðið var vissulega hrjúft og kuldalegt, en það hafði sinn sjarma, rétt eins og góð hryllingssaga. Strengjaleikurinn var hóflega magnaður upp í hljóðkerfi, og ýmsir effektar á borð við bergmál komu við sögu. Þetta var smekklega gert, hið rafræna ýtti undir áhrif strengjaleiksins, lyfti honum upp, undirstrikaði stemninguna. Útkoman var forvitnileg og spennandi. Septet eftir Alfred Schnittke heppnaðist einnig ágætlega, þrátt fyrir að verkið hljómi yfirleitt alltaf betur á upptöku. Það er vegna sembalsins sem er eitt af hljóðfærunum sjö; hin eru fiðla, víóla, selló, flauta og tvær klarínettur. Semballinn, forfaðir píanósins, er svo sannarlega hljómfagur, en hann er ekki raddsterkur. Hér voru aðstæður þó eins og best verður á kosið, tónleikarnir fóru fram í hinu svokallaða Hörpuhorni í opnu rými á annarri hæð, og nálægðin við flytjendur því mjög mikil. Engu að síður var semballinn ansi veikróma, sérstaklega í lokakaflanum, þar sem hann er í veigamiklu hlutverki. Fyrir utan þessa annmarka var flutningurinn á verkinu flottur. Tónlistin er í frjálslegu formi, duttlungafull og kemur stöðugt á óvart. Í takt við það var flutningurinn kraftmikill og þrunginn andstæðum, og oftast prýðilega samtaka. Brandenburgarkonsert nr. 5 eftir Bach var síðastur á efnisskránni, en vegna veikinda féll hann niður og í staðinn fluttur víólukonsert eftir Telemann. Þar var einleikari Ásta Kristín Pjetursdóttir og hún hristi konsertinn fram úr erminni eins og ekkert væri. Túlkunin einkenndist af hugmyndaauðgi, bæði lifandi og tilfinningarík. Tæknilega var leikurinn skýr og öruggur. Leikur kammersveitarinnar var líka vandaður, hún fylgdi einleikaranum af kostgæfni. Heildarmyndin var margbrotin, fókuseruð og skemmtileg.Niðurstaða: Stórgóðir tónleikar með vönduðum hljóðfæraleik og glæsilegri tónlist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira