Fótbrotnaði illa við að safna jólatrjám fyrir bæjarfélagið sitt Benedikt Bóas skrifar 10. janúar 2018 09:00 Elvar Ásgeirsson á heimili sínu í gær. Vísir/Vilhelm Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“ Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn