Gísli Þorgeir Kristjánsson er á leið í aðgerð vegna meiðsla sem hann hlaut í leik afrekshóps HSÍ gegn Japan nú í byrjun janúar.
Olís deildin í handbolta karla hefst á nýjan leik á morgun eftir hlé vegna Evrópumótsins. FH-ingar eru með tveggja stiga forystu á toppnum en það er mikið áfall fyrir þá að missa Gísla Þorgeir.
Liðþófi er farinn í hné og þarf Gísli Þorgeir að gangast undir hnífinn. Þetta staðfesti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði búast við því að Gísli verði frá í 6-8 vikur.
„Alltaf þegar það kemur svona langt hlé verður erfitt að fá ryþma. Maður þarf kannski að líta á þetta sem nýtt mót, það eru bara átta umferðir eftir,“ sagði Halldór Jóhann.
FH leikur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 1. febrúar klukkan 19:30 og verður sá leikur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strax að leik loknum mæta Tómas Þór Þórðarson og félagar í Seinni bylgjunni aftur til leiks og fara yfir nýliðna umferð.
Gísli Þorgeir þarf aðgerð á hné
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



