Ólafía Þórunn og mótshaldarar voru í vandræðum fyrstu dagana þar sem rokið gerði meira en að trufla keppendur því það þurfti að fresta keppni bæði á föstudag og laugardag.
Ólafía spilað fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og var síðan búin að fá fimm skolla á fyrstu tíu holunum á öðrum hring. Útlitið var ekki alltof bjart fyrir okkar konu að ná niðurskurðinum.
Hún náði reynda fugli á síðustu holunni áður en leik var frestað og fór því úr því að vera á níu höggum yfir pari í að vera á átta höggum yfir pari. Það munaði um það en hún þurfti meira.
Ólafía Þórunn þurfti að spila 24 holur á sunnudeginum en þær tók hún með trompi og bauð upp á spilamennsku í heimsklassa. Hún talaði sjálf um rússíbanaferð hjá sér.
Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year pic.twitter.com/0aMc8UH1Z0
— Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018
Það voru bara tvær sem spiluðu betur en Ólafía á lokahringnum og önnur þeirra var meistarinn Brittany Lincicom sem lék hringinn á 66 höggum.
Ólafía Þórunn endaði því móti á einu höggi undir pari sem skilaði henni upp í 26. sæti. Það sæti gaf henni 11.907 dollara í verðlaunafé eða meira en 1,1 milljón íslenskra króna.
Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hjá Ólafíu. Á sunnudeginum spilaði hún sex síðustu holurnar á fyrri níu holunum og svo allar átján holurnar á þriðja hringnum.
