Veruleikarofnir álitsgjafar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun